fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vigdísi illa brugðið við SMS-i: „Rosalega er þetta óhuggulegt!“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. júní 2018 15:05

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins , er bersýnilega brugðið við skilaboðum, SMS-i, sem hún fékk við komu til Danmerkur. Í SMS-inu er hún boðin velkomin til Danmerkur og henni tjáð að þar gildi Reiki í Evrópu.

„Símtöl og SMS innan EES og heim ásamt gagnamagni eru gjaldfærð rétt eins og notkunin þín innanlands,“ segir í skilaboðunum.

Vigdísi virðist þykja þetta heldur kaldar kveðjur og birtir á Facebook skjáskot af skilaboðunum  og skrifar: „Rosalega er þetta óhuggulegt!!! Hvar er persónuverndin???“

Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna, skrifar athugasemd við færslu Vigdísar og segir þetta hafa ekkert með persónuvernd að gera. „Þetta hefur ekkert með persónuvernd að gera. Síminn er fjarskiptatæki sem tengist við nærliggjandi senda eða hvað þetta er nú kallað. Þetta er þjónusta. Ef þú kærir þig ekki um þetta þá geturðu skilið síman eftir heima eða í það minnsta símkortið og fengið þér nýtt á nýja staðnum,“ skrifar Þóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“