fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Margrét Gauja viðurkenndi sök en fjarlægði færsluna: Öskraði á fundi svo heyrðist út á götu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, viðurkenndi á Facebook-síðu sinni í morgun að það hafi verið hún sem öskraði á bæjarstjórnarfundi í gær. Fjarðarfréttir fullyrtu í morgun að öskur ónefnds bæjarfulltrúa hafi heyrst út á götu þegar meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Björt framtíð myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði.

Margrét Gauja hefur nú fjarlægt færsluna af Facebook en svo hljóðaði hún: „Til að árétta það, þá var það ég sem missti stjórn á skapi mínu og öskraði þegar ákveðin bæjarfulltrúi ætlaði að setja sig á stall gagnvart öðrum á siðferðislegum grunni. Þetta var í fundarhlé, þetta hefur ekki gerst áður og mun vonandi ekki gerast aftur. Og vonandi mun ég aldrei upplifa svona bæjarstjórnarfund aftur fer á topp 5 listann sem sá súrasti.“

Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar.

Hún setti þó inn nýja færslu þar sem hún tekur örlítið vægar til orða. „Bæjarstjórnarfundurinn í gær fer á topp 3 listann hjá mér yfir þá verstu sem ég hef upplifað. p.s. ég er ein af þeim sem snöggreiddist í fundarhlé þegar það átti að taka mig á frítt námskeið um siðferði. Í fyrsta og vonandi síðasta skiptið, ég kann mjög illa við öskrandi mig,“ segir hún nú.

Aldrei þægilegt að deila við vini sína

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, lagði til á bæjarstjórnarfundi í gær að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Guðlaug sagði sig úr Bjartri framtíð ásamt Einari Birki Einarssyni bæjarfulltrúa fyrr í mánuðinum. Samkvæmt heimildum DV mun ágreiningurinn innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa snúist um byggingu knatthúsa.

„Það er búið að vera mjög erfið staða innan okkar hóps í marga mánuði. Óeining. Og það keyrði um þverbak þegar ég fór í veikindaleyfi um daginn. Staðan var orðin mjög erfið, þau tvö og aðrir farin í viðræður við aðra flokka um framboð og ósátt við restina af hópnum. Í mínu veikindaleyfi var staðan orðin þannig að ég þurfti að koma til baka og stilla til friðar, það var það sem ég gerði í gær,“ segir Guðlaug í samtali við DV.

„Það er aldrei þægilegt að deila við vini sína en þetta var staðan sem kom upp og þurfti að klára.“

Það var mikill hitafundur í gær, hvernig blasti þetta við þér?

„Það var Samfylkingin sem hitaði fundinn upp í gær. Ég var búin að hafa samráð við alla oddvita fyrir fundinn og láta vita um allar lagalegar hliðar, sem spurt var um af oddvita Samfylkingarinnar í pontu í gær, það var búið að svara þeim öllum fyrir fundinn og ræða þessu viðkvæmu stöðu sem var komin upp. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu, ég vildi hafa þetta eins lágstemmt og hægt var því þetta eru vinir mínir og ekki draga þetta í fjölmiðla. Einhverjum þótti nú ástæða til þess samt og mér þykir það mjög miður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“