fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Sara Heimis minnist Rich Piana

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. ágúst 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtarræktarkonan Sara Heimisdóttir minnist eiginmanns síns, hins bandaríska vaxtarræktarmanns Rich Piana. Hann veiktist á heimili sínu í Flórída og var haldið sofandi í öndunarvél um tíma. Hún segir:

„Ég er í tárum yfir því að @1dayumay (Piana) sé látinn. Ég trúi þessu varla…ég er svo leið og hjarta mitt er brotið yfir því að hann hafi ekki lifað þetta af. Ég vill aðeins segja ÞAKKA ÞÉR Rich fyrir að kenna mér á lífið, hvort sem það var á auðveldan eða erfiðan hátt. Við áttum okkar sælu og sorgarstundir en við höfðum ávallt gaman og börðum í gegnum myrku stundirnar saman. Þú snertir svo marga og hjálpaðir svo mörgum!“

Sara og Rich skildu að borði og sæng árið 2016 en voru enn þá lagalega hjón þegar hann féll frá. „Ég vil að þið vitið það þó að ég græði EKKERT á því sjálf. Ég veit að fólk talar á samfélagsmiðlum en sannleikurinn er sá að ég er ekki sú „vonda“ manneskja sem margir halda að ég sé. Ég bjargaði lífi Rich einu sinni og er ánægð að hafa verið til staðar fyrir hann á þeim tíma.“

„Rich, ég vona að þér líði betur í himnaríki og að þú sért heilbrigður núna. Hvíl í friði elsku eiginmaður minn.“
Margir hafa minnst Rich Piana á samfélagsmiðlum í dag. Ástralski vaxtarræktarmaðurinn Calum von Moger segir: „Stór maður með stórt hjarta – HÍF Rich Piana“.

Ekki hefur ennþá fengist staðfest að Piana sé látinn. Chanel Jansen, kærasta Rich, sagði við fréttamiðilinn TMZ þann 11. ágúst: „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Rich er enn á lífi. Ég og fjölskylda hans biðjum ykkur um að senda jákvæðar hugsanir, bænir og ást.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Í gær

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“