fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þingmaður fer mannavillt: Sjáðu eldfim ummæli sem Smári McCarthy eyddi af Facebook

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy þingmaður Pírata átti fyrir stuttu í deilum vegna komu trúarbragðafræðingsins Robert Spencer til landsins. Spencer er umdeildur vegna skoðana sinna á Íslam en hann telur að Íslamistar séu að reyna að eyðileggja vestræn samfélög innan frá og uppsprettu illvirkja íslamskra hryðjuverkamanna sé að finna í trúarritum múslima og fordæmi Múhammeðs spámanns.

Fyrirlestur Spencers var vel sóttur en mjög margir voru óánægðir með komu hans hingað til lands og var efnt til mótmæla fyrir utan fyrirlestrarsalinn. Andstæðingar Spencers hér á landi saka hann um fordóma gegn múslimum og margir gengu svo langt að kalla Spencer nasista.

Eins og dv.is greindi frá heldur Spencer því fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan hér á landi og þar hafi vinstri sinnaðir hatursmenn hans átt í hlut.

Núna er rykið farið að setjast lítið eitt eftir þetta moldviðri en eftir standa áhugaverð skoðanaskipti á samfélagsmiðlum um hinn umdeilda gest.

Einn af þeim sem blönduðu sér í umræðuna voru Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Hann lenti í stuttri en skemmtilegri rimmu við Sigurfrey Jónasson, stjórnarmann í Vakri, félaginu sem stóð að komu Spencers til landsins. Smári sveiflaði brandi orðsins fimlega í þessu skemmtilega innleggi:

„Vilji maður vita eitthvað um hvað sem er – hvort sem það er íslam, blómaskreytingar, flugvélahönnun eða sögu Berufjarðar – er sennilega betra að lesa bók eftir einhvern sem hefur þekkingu á því sviði en að hlusta á reiðilestur manns sem hefur engan áhuga á að setja hlutina í rétt samhengi eða miðla raunverulegri þekkingu.“

19 manns lækuðu þetta vel stílaða innlegg Píratans sem þó átti ekki eftir að standa birt nema stutta stund á Facebook.
Sigurfreyr svarar innlegginu og spyr hvort Smári sé með rökstuðning fyrir þessari lýsingu á Robert Spencer.
Ekki stóð á svari hjá Smára sem deildi fjölda innleggja þar sem fjallað er um vafasaman málflutnings Spencers.

Smára var hins vegar bent á að maðurinn sem hann væri að fjalla um væri ekki Robert Spencer heldur maður að nafni Richard Spencer, þekktur bandarískur hægri öfgamaður sem sakaður er um daður við kynþáttahyggju.
Smári eyddi innleggjunum en setti inn önnur þar sem kvað við þann tón að þrátt fyrir þessi mistök væri Robert Spencer óalandi og óferjandi.

Robert Spencer
Robert Spencer
Richard Spencer
Richard Spencer

Hér verða ekki bornar saman skoðanir Richard Spencers og Robert Spencers en hafsjór af efni er til um báða mennina á veraldarvefnum. Þeir eru hins vegar gjörólíkir í útliti enda töluverður aldursmunur á þeim, Richard Spencer er 39 ára en Robert Spencer er 55 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu