fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Gullæði í Kaliforníu: „Nú verður gaman“

Gullgrafarar fagna flóðatíð í norðanverðri Kaliforníu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóðatíð hefur verið í norðurhluta Kaliforníu undanfarnar vikur og mánuði og hafa margir hugsað sér gott til glóðarinnar í kjölfarið. Ástæðan er sú að flóðin hafa komið talsverðri hreyfingu á jarðveginn á stórum og vinsælum gullleitarsvæðum í norðanverðri Kaliforníu.

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá þessu um helgina, þar á meðal Chico Enterprise-Record og CBS San Francisco. Samkvæmt þeim hafa flóðin gert það að verkum að gull, sem áður var í jörðinni, er nú komið upp á yfirborðið. Þannig hafi gamlar og yfirgefnar gullnámur fyllst af vatni með fyrrgreindum afleiðingum.

Allt þetta hafi gert það að verkum að gull hafi fundist á svæðinu undanfarnar vikur og í sumar, þegar meiri þurrkatíð verður, séu líkur á að gullæði grípi um sig í Kaliforníu. Það gerðist einmitt árið 1997 þegar mikil flóð gengu yfir í Kaliforníu.

Fjölmargir eru sagðir hugsa sér gott til glóðarinnar í sumar. „Nú verður gaman,“ sagði til dæmis einn gullgrafari, Bob Van Camp, í samtali við Chico.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Í gær

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér