fbpx
Föstudagur 27.júní 2025
Fréttir

Sara Lind: „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri“

Sara Lind Annþórsdóttir passar börn á Tenerife – Gefur íslenskum foreldrum frí í fríinu

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 6. september 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef passað börn frá því að ég man eftir mér. Svo það kom engum á óvart þegar ég fór að bjóða upp á barnapössun hérna á Tenerife.“ Þetta segir Sara Lind Annþórsdóttir sem flutti frá Íslandi til Tenerife fyrir sjö mánuðum. Söru hafði alltaf langað að búa í útlöndum og ákvað að prófa Tenerife af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi er alltaf sól hérna. Síðan var leiguverðið svo lágt.“

Frí í frínu

Fyrstu mánuðina bjó Sara Lind, sem er 22 ára, með vinkonu sinni og systur en þær eru nú báðar komnar aftur til Íslands. Sara ákvað þó að vera lengur og hefur ekki hug á að flytja heim á næstunni. Áður en hún flutti út vann Sara á ungbarnaleikskóla í Reykjavík. Samhliða barnapössun á Tenerife er Sara í fjarþjálfun og hefur náð miklum árangri síðustu mánuði. Þá leggur hún mikið upp úr heilbrigðum lífsstíl og í september byrjar Sara í spænskunámi, en hún kann mjög vel við sig á Spáni.

Tenerife er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga. Út frá því kviknaði sú hugmynd að bjóða íslenskum ferðamönnum upp á barnapössun. „Ég er búin að passa óteljandi börn á Íslandi. Það er alltaf einhvern sem þekkir einhvern sem getur mælt með mér. Fólk setur barnið sitt ekki í hendurnar á manneskju sem það veit ekkert um,“ segir Sara sem kveðst einstaklega lunkin og fær þegar kemur að því að hugsa um börn.

Sara kveðst alla tíð hafa verið mikil barna- og dýramanneskja.
Í dýragarðinum Sara kveðst alla tíð hafa verið mikil barna- og dýramanneskja.

Mynd: Úr einkasafni

„Barnapössunin vatt hratt upp á sig. Það var brjálað að gera hjá mér í júlí en er aðeins rólegra núna. Svo er ég orðin mjög mikið bókuð í kringum jól og áramót.“

Passar á öllum tímum sólarhringsins

„Barnapössunin vatt hratt upp á sig. Það var brjálað að gera hjá mér í júlí en er aðeins rólegra núna. Svo er ég orðin mjög mikið bókuð í kringum jól og áramót.“

Sara segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar óski eftir pössun fyrir börnin sín í fríinu. Stundum vilji þeir geta farið út að borða í ró og næði eða einfaldlega tekið einn dag til að liggja í sólbaði og slaka á. „Þá kem ég sterk inn. Ég fer til dæmis oft með börnin á ströndina, eða leik við þau á hótelinu. Ég hef líka farið með þau á hótelskemmtanir og stundum koma þau heim til mín. Ég hef líka passað yfir nótt.“

Þá ætlar Sara að bjóða upp á nýja þjónustu í vetur en það er að fara með fjölskyldum í ferðir um eyjuna, til dæmis í skemmtigarða, þar sem hún sér um börnin á meðan foreldrarnir skella sér í stóru rennibrautirnar. „Allir sem ég hef passað fyrir hafa hrósað mér. Það eina sem fólk kvartar yfir er að það hefði viljað vita af mér fyrr. Ég hef engan hug á að hætta þessu í náinni framtíð. Enda er þetta það skemmtilegasta sem ég geri.“

Áhugasamir geta fylgt Söru á Snapchat undir nafninu saralind94. Þá er hún með síðu á Facebook sem heitir Íslenskumælandi pössun á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump brjálaður yfir fréttaflutningi um að árásin hafi misheppnast

Trump brjálaður yfir fréttaflutningi um að árásin hafi misheppnast
Fréttir
Í gær

Ríkisstjórnin sendir þjóðinni skilaboð: „Það er engin ástæða til ótta – en það er rík ástæða til að vera vel undirbúin”

Ríkisstjórnin sendir þjóðinni skilaboð: „Það er engin ástæða til ótta – en það er rík ástæða til að vera vel undirbúin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auka myndavélavöktun á grenndarstöðvum SORPU

Auka myndavélavöktun á grenndarstöðvum SORPU
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingar fengu tæpa 13 milljarða í fjárstyrki: „Þetta eru svakalega háar fjárhæðir“

Útlendingar fengu tæpa 13 milljarða í fjárstyrki: „Þetta eru svakalega háar fjárhæðir“