fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Andrea missti allt í brunanum: Segir að kveikt hafi verið í henni – Hrundið af stað söfnun – „Missti því miður barnið líka“

Andrea sárkvalin á spítala – Staðráðin í að ná bata – Komst út við illan leik – Allslaus og vantar allt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þarf ég að finna mér annað hús í sveitinni. Ég er allslaus,“ segir Andrea Kristín Unnarsdóttir í samtali við DV en hún liggur alvarlega slösuð og sárkvalin á sjúkrahúsi eftir að eldur kom upp í húsi hennar á Stokkseyri. Andrea segir að kveikt hafi verið í húsinu og að eldfimum vökva hafi verið skvett á bak hennar. Andrea náði við illan leik að bjarga tveimur hundum, þeim Hasar og Tank sem áður höfðu vakið hana en þeir hafa líklega bjargað lífi hennar. Andrea sem var ólétt segir að hún hafi misst fóstrið.

„Ég missti því miður barnið líka i þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun atti einmitt að vera í dag 17. júlí.“

Húsið gjöreyðilagðist
Frá starfi slökkviliðs Húsið gjöreyðilagðist

Andrea missti allar eigur sínar og er húsnæðislaus. Vinkona Andreu til rúmlega 20 ára, Hilde B. Hundstuen hefur hrundið af stað söfnun fyrir Andreu sem nú upplifir sína erfiðustu daga. Í fyrstu frétt af eldsvoðanum sagði á Mbl.is um helgina að tilkynning hefði borist lögreglu klukkan 05:20 um eld í einbýlishúsi. Þar sagði að Andrea hefði verið ein í húsinu en komist út af sjálfsdáðum áður en fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang. Var hún flutt í sjúkrabíl með hraði á slysadeild í Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Húsið var gamalt og hálmur m.a. í klæðningu þess og var eldurinn því fljótur að breiðast út en húsið er gjörónýtt.

Reynir að bera sig vel
Andrea Kristín Reynir að bera sig vel

Andrea segir í samtali við DV að hún sé sárkvalin. Hún þarf nú að finna sér annað hús í sveitinni en stendur uppi allslaus. „Ég þigg alla þá hjálp sem ég get fengið,“ segir Andrea. Hún hefur einnig sent vinum og vandamönnum skeyti á Facebook. Þar greinir hún frá því að hún sé mikið brennd á öxlum, baki og höndum. Framundan eru aðgerðir og heldur Andrea í vonina að ná fullum bata. Um atburðarásina kvöldið örlagaríka segir hún:

„Það var kveikt i húsinu mínu á meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt varð alelda,“ segir Andrea sem lagðist í grasið og velti sér um til að slökkva eldinn. Andrea bætir við:

„Ég missti því miður barnið líka i þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag 17. júlí.“

„Ég missti því miður barnið líka i þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag 17. júlí.“

Andrea vill koma á framfæri þökkum til slökkviliðs Árborgar:

„Þeir reyndu hvað þeir gátu til að bjarga húsinu mínu og ég vil þakka sjúkraflutningamönnum fyrir skjót viðbrögð við að koma mér undir læknishendur.“

Þá vill Andrea þakka vinum og vandamönnum sem hafa umvafið hana hlýju. Ein þeirra er Hilde B. Hundstuen sem hefur dvalið á spítalanum hjá Andreu og verið henni til halds og trausts. Þær hafa verið vinkonur í um 20 ár.

Nú segir Andrea að það hafi verið skvett á hana eldfimum vökva og kveikt í henni.

„Já og hún hefur ekki vikið frá þeirri frásögn. Miðað við áverkana finnst mér það passa. Hún er furðulega mikið brunnin á efri hluta baksins og á öxlum en ekkert neðarlega á bakinu. Þá er hún brunnin á lærunum og hún er mjög kvalin. Hún verður líklega ekki útskrifuð fyrr en eftir helgi.“

Þá gagnrýnir Hilde fréttaflutning Vísis af brunanum. Þar var saga hússins rifjuð upp og nefnt sérstaklega að það hefði verið vettvangur Stokkseyrarmálsins svokallaða. Hilde segir lágkúrulegt að nefna það sérstaklega þar sem Andrea hefði flutt í húsið löngu eftir þá hræðilegu atburði og tengist þeim ekki á nokkurn hátt. Með þessu væri verið að tengja vinkonu hennar við mál sem hún hafi ekki átt neina aðkomu að. Þá segir hún Andreu hafa beðist undan viðtali þegar Vísir hafði samband við hana.

„Ég hef aldrei séð fjallað á slíkan hátt um manneskju sem lendir í bruna, missir allt sitt og ekki bara það, heldur fóstur líka.“

Hilde vill ekki dvelja lengur við þetta og segir mikilvægast að styðja við bakið á Andreu á þessum erfiðu tímum. Þá vill hún einnig þakka fólki sem hefur boðið fram aðstoð sína.

„Hana vantar íbúð, allt innbú og hana vantar stað til að vera með hundana sína,“ segir Hilde og bætir við: „Ef fólk getur séð af smáræði, þá gerir margt smátt eitt stórt og hver króna skiptir máli. Einnig er hægt að hafa samband við mig símleiðis ef það á innanstokksmuni sem eru ekki lengur í notkun eða eru með aðra hluti úti í geymslu sem þeir telja að gætu komið að gagni. Hana vantar í rauninni allt en við getum samt sem áður ekki tekið við stórum hlutum eins og er. Best er að hafa samband við mig í gegnum Facebook.“

Hún hefur ekki vikið frá þeirri frásögn. Miðað við áverkana finnst mér það passa.

Hilde bætir við að hægt sé að hafa samband við hana í gegnum Facebook-síðu hennar en hana má finna með því að smella hér.

„Hana vantar líka vinnu þegar þar að kemur og að henni sé gefið tækifæri. Hún hefur síðustu ár tekið líf sitt í gegn og hún nýtur ekki sannmælis. Karlmenn sem hætta öllu rugli og koma úr þessu umhverfi fá vinnu strax. Ef fólk vantar duglegan starfskraft ættu þeir ekki að láta þessa stelpu fram hjá sér fara. Hún er hörku dugleg,“ segir Hilde og bætir við að lokum: „Ef fólk getur séð af fáeinum krónum myndi það hjálpa mikið til.“

Hér er hægt að hafa samband við Hilde, með því að smella hér.

Banki: 0310 – 13 – 133414 Kennitala: 220179-3039

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“