Vegfarandi í Skipholtinu varð vitni af því að mávur reyndi að éta rottu sem lá þar í götunni. RÚV greinir frá þessu og birtir myndir af mávinum sem er enn með blóðugan gogginn.
Svo virðist sem að mávar barmi sér ekkert við að éta rottur því líkt og RÚV greindi frá í fyrra náðist myndband í Vesturbænum þar sem sjá má máv sporðrenna rottu með bestu list.
Steinar Smári Guðbjartsson meindýraeyðir segir í samtali við RÚV að mikið hafi verið hringt vegna rottugangs undanfarið. Ófáar myndir af rottum hafa í sumar verið birtar í Facebook-hópum ætluðum íbúum mismunandi hverfa Reykjavíkur.