fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Konur biðu afhroð í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson leiðir listann í Kraganum og Páll Magnússon í Suðurkjördæmi

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 11. september 2016 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær konur sem buðu sig fram í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins um helgina hlutu ekki náð fyrir augum kjósenda. Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna sendi út fréttatilkynningu þar sem fram kom að stjórnin harmaði þá staðreynd að fjórir karlmenn væru í efstu sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Bjarni Benediktsson varð efstur í kjördæminu, Jón Gunnarsson í öðru sæti, Óli Björn Kárason í því þriðja og Vilhjálmur Bjarnason í fjórða sæti. Efsta konan var Bryndís Haraldsdóttir í fimmta sæti en hún skaust fram úr stöllu sinni, Kareni Elísabetu Halldórsdóttur á lokametrunum. Athygli vakti að alþingiskonan Elín Hirst fékk slæma kosningu.

Niðurstaðan í Suðurkjördæmi var ekki heldur beysin fyrir Sjálfstæðiskonur. Páll Magnússon vann öruggan sigur, Ásmundur Friðriksson varð annar og Vilhjálmur Árnason þriðji. Sitjandi ráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, galt afhroð og varð í fjórða sæti. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, varð síðan í því fimmta.

Í samtali við Visir.is segir Helga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna að hún sé „í sjokki yfir þessu. Okkur finnst þetta ekki nægilega sterkur listi til þess að ná árangri í kosningunum og skiljum hreinlega ekki hvernig svona getur gerst.“

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á forystu Sjálfstæðisflokksins að bregðast við niðurstöðunni og rétta hlut kvenna á listum flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“