fbpx
Laugardagur 14.júní 2025
Fréttir

„Ég ákvað það í gær að henda inn handklæðinu“

Katrín skilaði umboðinu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 25. nóvember 2016 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands nú í morgun. „Ég ákvað það í gær að henda inn hand­klæðinu,“ sagði Katrín. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Katrín hafi ekki viljað tjá sig um næstu skref og staðan væri slík að nú þyrfti að hugsa hlutina upp á nýtt, og flokkarnir sjálfir að fara yfir sín mál.

Líkt og kom fram í DV í morgun hafna Píratar algjörlega samstarfi við Framsóknarflokkinn og því voru hugmyndir um að Katrín Jakobsdóttir geti haldið áfram tilraunum til myndunar fimm flokka stjórnar óraunhæfar

Katrín á því ekki nema einn leik í stöðunni, að ræða við Sjálfstæðisflokkinn. Innan þingflokks Vinstri grænna munu vera skiptar skoðanir um hvort yfirhöfuð sé gerlegt að hefja slíkt samtal. Í viðtali við DV sem birt er í dag greindi Katrín frá því að hún hefði rætt við Bjarna Benediktsson en gaf ekkert upp um hvað hefði farið þeim á milli.

Er einhver annar valkostur í stöðunni fyrir Vinstri græn annar en að ræða við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun?

„Það er nokkuð ljóst að svo er ekki, ef maður kann tölfræði.“

Telur þú þá ástæðu til að láta á það reyna?

„Ég bara hef ekki tekið neina afstöðu til þess. Það liggur fyrir að við reyndum okkar, þá leið sem við vildum fara. Það gekk ekki og við munum fara yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið [í dag, föstudag]. Það er því engin niðurstaða sem liggur fyrir en það er ljóst að staðan er bara mjög þröng.“

Forseti mun ræða við fjölmiðla á Bessastöðum kl. 11:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Óttar kærði Ólaf á mánudag fyrir rangar sakargiftir

Jón Óttar kærði Ólaf á mánudag fyrir rangar sakargiftir
Fréttir
Í gær

Flugslysið á Indlandi: Telur að allir hafi farist og margir á jörðu niðri

Flugslysið á Indlandi: Telur að allir hafi farist og margir á jörðu niðri
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Víglundar fékk einstaka gjöf afhenta

Fjölskylda Víglundar fékk einstaka gjöf afhenta
Fréttir
Í gær

Herdís gerði allt brjálað: Sagði að börn ættu ekki að sofa úti í barnavagni – „Endemis rugl er þetta!“

Herdís gerði allt brjálað: Sagði að börn ættu ekki að sofa úti í barnavagni – „Endemis rugl er þetta!“
Fréttir
Í gær

Stöð 2 og Vodafone kveðja – Svona verða breytingarnar

Stöð 2 og Vodafone kveðja – Svona verða breytingarnar