fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Óttast að Teide fjall á Tenerife muni gjósa

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. október 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að eldgos muni eiga sér stað á Tenerífe eyju en yfir 100 minni skjálftar áttu sér stað um helgina. Óttast íbúar nú að Teide eldfjallið muni láta í sér heyra. Fjallið er það stærsta á Spáni og jafnframt eitt af stærstu eldfjöllum heims en það gaus seinast árið 1909. Tenerífe hefur verið vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga undanfarin misseri. Breskir miðlar hafa flutt af þessu fréttir. Eftir fund sérfræðinga hafa þeir sagt breska miðla fara of geist og ekki sé hætta á ferðum.

Í breskum miðlum kom fram að eldfjallastofnun Kanaríeyja varð vör við óvanalegar jarðskorpuhreyfingar í grennd við eldfjallið snemma á sunnudag en síðan þá hafa 92 minni skjálftar átt sér stað, sá stærsti 1,5 á Richter. Sú staðreynd að flestir skjálftanna hafa átt sér stað á óvenju miklu dýpi hefur ýtt enn frekar undir áhyggjur um að hið fræga eldfjall muni gjósa en mest mældist dýpið 13 kílómetrar.

Voru sérfræðingar sendir á vettvang á sunnudag og mældur þeir óvenju mikið magn karbondíoxíð í loftinu. Er það einnig talið merki um eldgosahættu.

Samkvæmt fréttum bresku miðlana The Sun og Express í gær hafa áhyggjufullir íbúar kallað eftir að yfirvöld hefji brottflutning af eynni þegar í stað ef nauðsyn krefur.

Hittist ríkistjórnin á neyðarfundi í dag til að ræða ástandið en samkvæmt sérfræðingum er um svokallaða tektóníska skjálftavirkni að ræða. Hefur Eldfjallastofnunin gefið út að ekki sé bergkvikuhreyfing undir fjallinu og því ekki hætta á ferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“