fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Oddný hættir sem formaður

Logi Einarsson tekur við tímabundið – Flokkurinn fer ekki í ríkisstjórn

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 31. október 2016 16:31

Logi Einarsson tekur við tímabundið - Flokkurinn fer ekki í ríkisstjórn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Harð­ar­dóttir er hætt sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún tilkynnti um þetta að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Logi Ein­ars­son vara­for­maður tekur við tíma­bund­ið en hann er eini kjördæmakjörni þingmaður Samfylkingar.

„Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði, segir Oddný í tilkynningu til fjölmiðla. „Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi, segir hún ennfremur.

Að hennar mati kalli afgerandi niðurstöður kosninganna á afgerandi viðbrögð. Hún hafi því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Þá sagði formaðurinn fráfarandi að það væri ljóst að Sam­fylk­ing­inn færi ekki í rík­is­stjórn. Flokkurinn myndi þó styðja öll góð mál og gæti hugsað sér að verja umbóta­stjórn fall­i.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni