fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

2.5 tonn af rusli flutt með þyrlu Arctic Heli Skiing

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 6. júní 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu manns, hópur sjálfboðaliða gekk og hreinsaði fjörur eyðibyggðanna í Fjörðum norðan Grenivíkur á Sjómannadaginn síðastliðinn. Þyrluskíðafyrirtækið Arctic Heli Skiing skipulagði þennan viðburð í samvinnu við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka við Eyjafjörð. Fjörður í Grýtubakkahreppi eru ein mesta náttúrperla landsins en þar kemst enginn um nema fuglinn fljúgandi á þessum árstíma nema þá af sjó.
Hvalaskoðunarfyrirtækið Arctic Sea Tours á Dalvík sigldi með um 40 sjálfboðaliða frá Grenivík í Keflavík, Þorgeirs- og Hvalvatnsfjörð þar sem Björgunarsveitin Ægir flutti fólk í land. Þyrla Norðurflugs flaug svo með 10 manna hóp í Kjálkanes á Látraströnd.

Jökull Bergmann, eigandi Arctic Heli Skiing, segir hreinsunarstörf hafa gengið vel. Segir hann að í lok dags hafi verið slegið upp grillveislu í hvalaskoðunarbátnum Mána sem styrkt var af Kjarnafæði og Kontornum á Grenivík en þar fékk þreyttur en glaður mannskapurinn í gogginn áður en siglt var aftur til byggða.

„Öllu rusli var safnað í stórsekki sem síðan voru hífðir til byggða af þyrlunni. Mikið rusl hefur safnast saman í fjörum á svæðinu undanfarin ár eins og í flestum fjörum landsins. Með þyrlunni fékkst einnig nákvæm tala á þyngd ruslsins sem vó tvö og hálft tonn og var mikið umfangs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“