fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Illugi vill leggja niður Samfylkinguna

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 2. maí 2016 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að hrapa síðustu mánuði og mælist nú einungis 8,3% samkvæmt nýrri könnun Gallup. Píratar tapa 9 prósentustigum en stjórnarflokkarnir bæta vel við sig.

Illugi Jökulsson rithöfundur hefur misst þolinmæðina og vill leggja niður Samfylkinguna, nánast í fúlustu alvöru. Hann hefur áður tjáð sig um lágt fylgi flokksins en á síðasta ári sagði hann að frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur ætti að vera í dauðafæri að vinna hugsjónum sínum fylgi og til hans ætti að hópast fólk. Sagði Illugi það þyngra en tárum taki fyrir frjálslynda jafnaðarmenn líkt og hann sjálfan að fylgið þokaðist ekki upp á við á meðan í landinu væri ríkisstjórn sem gengi blygðunarlaust erinda auðvalds og sérhagsmuna.

Illugi er verulega ósáttur að ekkert hafi breyst á þessum tíma og segir í kvöld á Facebook:

„Mér finnst – nánast í fúlustu alvöru – að það ætti að leggja Samfylkinguna niður. Það er sama hvað gerist – hún hefur ekkert að segja, enginn lítur til hennar, enginn hefur áhuga á henni, enginn kemur til liðs við hana. Í miðri ömurlegri spillingar- og misréttisumræðu mælist hún með enn minnkandi fylgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald