fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hótelstarfsmaður kom upp um íslenska parið í Brasilíu

Gerði lögreglu viðvart eftir að parið yfirgaf hótelið – Sex lögreglumenn tóku þátt í handtökunni – Parið hefur fengið túlk

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelstarfsmaður kom upp um íslenska parið sem handtekið var í Brasilíu á milli jól og nýárs. Frá þessu greina fjölmiðlar í Brasilíu en nokkuð hefur verið fjallað um málið í þarlendum miðlum.

Eins greint hefur verið frá er íslenskt par, tvítug kona og 26 ára karlmaður, í gæsluvarðhaldi í Fortaleza í Brasilíu en það var gripið með fjögur kíló af kókaíni.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum var það hótelstarfsmaður, á hótelinu þar sem parið gisti, sem gerði lögreglu viðvart þegar parið var að yfirgefa hótelið. Fram kemur að leigubílstjóri, sem ók parinu frá hótelinu, hafi staðfest þá frásögn.

Fjölmiðlar í Brasilíu segja að sex lögreglumenn hafi tekið þátt í handtökunni á parinu. Frá þessu var greint á mbl í morgun en þar kemur meðal annars fram að parið sé nú komið með túlk sér til aðstoðar.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum gæti parið fengið allt að 15 ára fangelsisdóm fyrir smyglið. Parið var handtekið á Motel Paradis. Í töskum þeirra voru falskir botnar sem kókaínið var geymt í, auk þess sem fíkniefni fundust í smokkum.

Sjá einnig: Íslenska parið gæti fengið 5-15 ára fangelsi: Faðir mannsins heyrði fyrst af handtökunum í fjölmiðlum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin