fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Magnfreð Ingi í áfalli eftir atvik fyrir utan vínbúðina Álfrúnu: „Þú ættir hreinlega að skammast þín fyrir framkomu þína“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnfreð hafði lagt bíl sínum í blátt stæði, merkt fötluðum. Magnfreð glímir við þrjár mismunandi tegundir af gigt, er með gerviliði og kveðst í samtali við DV oft nota hækju til að styðja sig við og þegar gigtin er slæm, þá jafnvel hjólastól. . Fyrir utan vínbúðina varð Magnfreð fyrir óvífinni árás ókunnugs manns og var hann í áfalli yfir framkomu mannsins. Magnfreð vakti fyrst athygli á málinu á samskiptamiðlum þar sem hann ávarpaði manninn í von um að ná til hans.

„Þú sem komst að mér á föstudag að stíga út úr bíl mínum fyrir utan Álfrúnu vínbúð í Hafnarfirði, þar sem ég lagði bíl mínum í blátt stæði, já þú ættir hreinlega að skammast þín fyrir þessa framkomu þína gagn vart mér. Þú sást mig á mínum best degi þar sem ég ákvað að sleppa því að nota hækjurnar eða hjólastólinn. Þú komst að mér með þvílíkum offorsi að hálfa væri nóg. Bara svo að þú vitir, þá stekk ég ekki út úr bíl eins og þú fullyrtir við mig, ég stend hægt úr bíl þar sem hné mín eru ekki góð og jafnvægið ekki heldur.“

Vildi fá bíllyklana

Magnfreð segir manninn hafa krafist þess að hann léti bíllyklana af hendi svo hann gæti fært hann í almennt stæði. Segir Magnfreð í samtali við DV að í bílglugganum hafi verið blár miði sem sanni að hann hafi rétt á að leggja í stæði fatlaðra. Miðinn hafi verið þar í mörg ár.

Ég vona að þú sjáir af þér og biðjist afsökunar á þínu framferði.“

„Þó að ég sé ekki lamaður, þá er ég með 3 tegundir af gigt sem koma oft í veg fyrir að ég geti stígið í fæturna og er kominn með gervihné á öðrum fæti og bíð eftir næstu aðgerð með hitt hnéð,“ sagði Magnfreð ósáttur og segir í samtali við DV að hann berjist á hverjum degi við gigtina sem valdi honum miklum þjáningum ásamt ýmsum öðrum aukaverkunum.

Fleiri lent í svipaðri reynslu

Magnfreð kveðst ekki hafa lent í sambærilegu atviki áður en segir að fleiri fatlaðir hafi frá svipaðri reynslu að segja. Hann hefur hins vegar oftar enn einu sinni horft á heilbrigt fólk leggja í stæði fatlaðra og segir það mikið vandamál.

„Það er eitthvað sem lögregla og stöðumælaverðir mættu taka föstum tökum,“ segir Magnfreð og kveðst hins vegar vilja koma þessum skilaboðum áleiðis til mannsins sem veittist að honum með munnsöfnuði fyrir utan vínbúðina.

„Ég vona að þú hinn leiðinlegi offorsi maður lendir ekki í sömu stöðu og ég. Ég vona að þú sjáir af þér og biðjist afsökunar á þínu framferði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta