fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026

Stóra spíramálið 1982 : Einsdæmi í 47 ára sögu ÁTVR og kom öllum á óvart

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. mars 2019 22:00

Húsleit Tæki til eimingar fundust við Laugaveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 1982 kom upp sérstætt sakamál sem laut að sölu spíra. Hafði starfsmaður ÁTVR stolið um þúsund lítrum og selt til landasala á höfuðborgarsvæðinu. Var spírinn síðan aðallega áframseldur til unglinga. Lögreglan hafði hraðar hendur og kallaði til sérsveit til þess að leysa málið.

 

Þekktur vínsölustaður

Fimmtudagskvöldið 11. nóvember árið 1982 voru tveir lögreglumenn í venjubundnu eftirliti í miðbæ Reykjavíkur. Á Laugaveginum sáu þeir tvo fimmtán ára unglinga, pilt og stúlku, standa við tröppur verslunar. Þau helltu áfengi úr kókflösku yfir í aðra flösku. Þegar lögreglan náði þeim kom í ljós að hreinn spíri var í kókflöskunni.

Farið var samstundis með unglingana niður á lögreglustöðina þar sem þau játuðu að hafa keypt flöskuna á 140 krónur af fimmtugum manni á Laugaveginum. Sögðu þau íbúðina vera þekktan vínsölustað á meðal unglinga í Reykjavík.

Kallaði lögreglan þá saman sérsveit og sendi að umræddu húsi til þess að gera húsleit. Fundust þá fjörutíu lítrar af hreinum spíra og tæki til eimingar. Var maðurinn samstundis handtekinn. Við yfirheyrslu vísaði maðurinn á þann sem hafði selt honum spírann. Sá maður var handtekinn á föstudagskvöldinu og viðurkenndi að hafa selt spírann til þriggja landasölumanna, þar á meðal mannsins sem húsleitin var gerð hjá. En jafnframt sagðist hann hafa fengið spírann hjá starfsmanni ÁTVR.

Spíri
Fannst á þekktum vínsölustað unglinga.

Forstjórinn grunlaus

Umræddur starfsmaður ÁTVR starfaði við áfengisblöndun og hafði því aðgang að spíranum. Þegar gengið var á starfsmanninn viðurkenndi hann að hafa stolið meira en þúsund lítrum af spíra frá stofnuninni og selt áfram til landasala. Stjórn ÁTVR var grunlaus þegar málið kom upp. Í samtali við DV þann 19. nóvember þetta ár sagði Jón Kjartansson, forstjóri:

„Nei, það var enginn grunur farinn að vakna innan fyrirtækisins um að spíranum hefði verið stolið. Starfsmaðurinn, sem valdur er að þjófnaðinum, var búinn að starfa hér hjá okkur í um þrjú ár og var ákaflega vel liðinn.“

Fannst mörgum það skrýtið hvernig svona mikið magn af spíra gat horfið frá ÁTVR án þess að neinn yrði þess var, hvorki í bókhaldi né annars staðar. Þúsund lítrar hreinlega láku út. Ef reiknað er með því að hver kókflaska af spíra kosti 140 krónur má reikna heildarsöluverðmæti spírans á 700 þúsund krónur.

Kjartan sagði að þetta mál væri einsdæmi í 47 ára sögu ÁTVR og hefði komið öllum á óvart. Umræddur starfsmaður hefði haft góð meðmæli.

Allir sem komu að stuldinum og dreifingu spírans játuðu samstundis á sig brotin. Hafði þjófnaðurinn staðið yfir í nærri heilt ár án þess að nokkur tæki eftir. Var málið talið upplýst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“
Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
433Sport
Í gær

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
Fréttir
Í gær

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda