fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Barnabók sögð vera guðlast

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. október 2018 19:00

Þórarinn Eldjárn Þýddi unglingabók sem olli úlfaþyt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Bók sem nefndist Félagi Jesús olli miklum úlfaþyt þegar hún kom út árið 1978. Klerkar Þjóðkirkjunnar sögðu hana guðlast og þingmaður kallaði eftir því að útgefandinn yrði dreginn fyrir dómstóla fyrir að brjóta hegningarlög. DV ræddi við rithöfundinn, Þórarin Eldjárn, sem þýddi bókina.

 

Biskup sagði bókina ólyfjan

Félagi Jesús er sænsk bók skrifuð af Sven Wernström árið 1971. Wernström, sem lést 6. september síðastliðinn, var mikill sósíalisti og skrifaði bókina um líf Jesú út frá þeirri heimsmynd. Wernström fylgdi ekki hinni hefðbundnu frásögn heldur var Jesús túlkaður sem byltingarleiðtogi.

Hugmyndin að bókinni var ekki ný af nálinni að sögn Þórarins Eldjárns þýðanda. Bendir hann á að séra Gunnar Benediktsson hefði árið 1930 skrifað bók þar sem Kristur er túlkaður sem uppreisnarforingi.

„Félagi Jesús var skáldsaga fyrir unglinga. Sagan var túlkuð þannig að Jesús væri róttækur byltingarleiðtogi að berjast gegn kúgun og erlendum yfirráðum valdastéttarinnar.“

Af hverju fór þessi bók fyrir brjóstið á sumum?

„Það var vegna þess að einhverjir hjá Þjóðkirkjunni gerðu þau mistök að vekja athygli á henni. Ef enginn hefði sagt neitt, þá hefði hún verið eins og hver önnur bók. En einhverra hluta vegna kusu þeir og alþingismenn að ræða þetta fram og til baka, hvort þetta væri guðlast eða ekki.“

Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands, gaf út yfirlýsingu ásamt leiðtogum aðventista og Fíladelfíusafnaðarins um að bókin væri „afskræming á heimildum.“ Þar segir:

„Vér viljum eindregið vara grandalaust fólk við þeirri óhollustu, sem þessi bók hefur að geyma, og hvetja alla heilbrigða menn, einkum foreldra og kennara, til samstöðu um að verja börnin fyrir þessari og annarri ólyfjan, sem bókaútgefendur láta sér sæma að bjóða heim.“

 

Þingmaður vildi draga Mál og menningu fyrir dómstóla

Á Alþingi beitti Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðar menntamálaráðherra, sér hvað harðast gegn bókinni. Sagði hún að þessi barnabók væri óþolandi fyrir alla sem vildu kenna börnum sínum kristileg viðhorf. Einnig að sennilega bryti útgáfan bæði gegn stjórnarskrárákvæði um vernd Þjóðkirkjunnar og grein almennra hegningarlaga um guðlast. Ætti því að draga útgefandann, Mál og menningu, fyrir dómstóla.

Annar verðandi menntamálaráðherra, Vilmundur Gylfason hjá Alþýðuflokknum, sagði aftur á móti að umræðan ætti ekki heima á Alþingi þar sem útgefandinn gæti ekki varið sig.

Þórarinn segir að þetta mikla umtal um bókina hefði ekki gert neitt annað en að auglýsa hana. Sjálfur var hann búsettur erlendis og fann ekki fyrir neinum ónotum vegna bókarinnar.

„Fólk sem aldrei hafði heyrt minnst á þessa bók sá allt logandi í deilum út af henni í blöðunum. Að sjálfsögðu fer fólk þá að kynna sér um hvað bókin fjallar.“

Olli bókin viðlíka deilum í Svíþjóð?

„Nei. Þetta var ekki frumleg hugmynd, sams konar sögur um Jesú hafa verið skrifaðar margoft í gegnum tíðina í mismunandi löndum. Það var ekkert guðlast í henni og verið að segja eitthvað ljótt um persónur og hugmyndir sem mörgum eru heilagar. Það var frekar verið að draga fram boðskapinn á annan hátt en venjan er. Þegar það er gert var hægt að velta því fyrir sér hvort maðurinn hafi ekki verið sósíalisti. Einhverjum kynni að finnast það vera guðlast.“

Þá fólk sem stendur fyrir borgaraleg gildi?

„Já. Þá mætti einnig spyrja á móti hvort einhverjum kynni að þykja það guðlast þegar jólin eru orðin að einni kaupmennskuhátíð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng
Fyrir 3 dögum

Pökkuðu skemmtistað í gjafapappír

Pökkuðu skemmtistað í gjafapappír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 4 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leoncie segir Jimmy Fallon hafa boðið sér í þáttinn – Vildi sex stafa tölu fyrir: „Ég er ekki ódýr“

Leoncie segir Jimmy Fallon hafa boðið sér í þáttinn – Vildi sex stafa tölu fyrir: „Ég er ekki ódýr“