fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gerandinn í Glerármálinu var misnotaður og beittur ofbeldi í æsku: „Ég sækist ekki eftir vorkunn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árin 1989 og 1990 áttu sér stað hryllilegir atburðir á Akureyri þegar tíu ára drengur myrti tvo sjö ára drengi með því að hrinda þeim í Glerá. Gerandinn, sem sjálfur var þolandi misnotkunar og ofbeldis, var í kjölfarið vistaður á barnageðdeild og síðar vistheimili í Aðaldal í Þingeyjasýslum. Hann hefur síðar sagt það mjög þungbæra reynslu að hafa tvö mannslíf á samviskunni og hugsar oft til drengjanna.

Ítarlega er fjallað um málið í helgarblaði DV og er þetta brot úr þeirri grein.

Ari beittur ofbeldi

Ari var snemma beittur skelfilegu ofbeldi. Ofbeldið var svo hryllilegt að vart er hægt að setja það á prent. Sjálfur vildi Ari ekki fara í saumana á því þegar hann settist á móti blaðamanni öllum þessum árum síðar.

„Ég sækist ekki eftir vorkunn,“ sagði Ari þegar hann var spurður um uppeldið og misþyrmingarnar sem hann varð fyrir. „Ég varð fyrir mjög grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi á heimili mínu og þá sérstaklega af stjúpa mínum. Ofan á það bættist kynferðisleg misnotkun stjúpa míns og fleiri einstaklinga sem í dag hefur enn áhrif á mig. Móðir mín átti sjálf mjög erfitt á þessum tímum og hafði því ekki tök eða getu til þess að styðja mig gegn ofbeldinu“.

Ari fannst oft fáklæddur að næturlagi og ráfandi fjarri heimili sínu. Ástæðan var sú að hann þorði ekki heim til sín. Heima beið stjúpi hans með hnefann á lofti.

Fannst oft fáklæddur

Misnotkunin og ofbeldið hófst áður en Ari varð sjö ára. Í frétt Pressunnar frá 1993 segir að hann hafi oftar enn einu sinni fundist að næturlagi fáklæddur og ráfandi talsvert fjarri heimili sínu. Aðspurður hvernig hafi staðið á því svarar hann: „Ég hafði ekki kjark í mér til að fara heim af ótta við barsmíðar.“

Ástandið á heimili fjölskyldunnar var á margra vitorði en yfirvöld brugðust ekki við. Hann var aldrei fjarlægður af heimilinu. Áður hafði ofbeldishneigð hans gagnvart öðrum börnum ratað inn á borð lögreglu og Félagsmálastofnunar. Ekki þótti ástæða til að grípa í taumana.

Ari var sendur til Reykjavíkur og vistaður á barnageðdeild Landspítalans á Dalbraut í tvö og hálft ár. Hann líkti vistinni á Dalbraut við fangelsi. Eftir það var honum komið fyrir á nýstofnuðu vistheimili, Árbót í Aðaldal, skammt frá Húsavík. Heimilinu var sérstaklega komið á fót til að vista Ara. Var heimilið nokkuð einangrað en þrír kílómetrar voru til næsta bæjar. Þar dvaldi hann til 18 ára aldurs. Á þessum tíma var sjálfræðisaldurinn 16 ár en hann féllst á að vera vistaður á Árbót til 18 ára aldurs. Árbót var rekið af hjónum og komu þau að hans sögn fram við börnin líkt og sín eigin. „Þarna fékk ég í fyrsta sinn eins eðlilegt uppeldi og hlýju eins og hægt var undir þessum kringumstæðum.“ Þegar Ari var 18 ára var gert sálfræðimat á honum. Til verksins var fenginn Gísli Guðjónsson, einn helsti sérfræðingur heimsins á sviði réttarsálfræði. Niðurstaðan var að hann væri ekki hættulegur umhverfi sínu.

„Það hefði átt að grípa inn í fyrr. Það var því miður gert tveimur mannslífum of seint. Með því er ég ekki að afsaka það sem ég gerði, það er ekki hægt, en staðreyndin er sú að eftir að ég komst í réttar hendur og farið var að vinna með fortíð mína náði ég smám saman tökum á sjálfum mér,“ sagði Ari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er siðferðislega rangt að horfa á klám?

Er siðferðislega rangt að horfa á klám?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“