fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Vinsæll áhrifavaldur auglýsir eftir aðstoðarmanni – Ævintýralegar hæfniskröfur vekja reiði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 09:13

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræg YouTube-stjarna með yfir tíu milljón fylgjendur er að leita að aðstoðarmanni. Áhrifavaldurinn setur fram lista yfir hæfniskröfur og verkefni aðstoðarmannsins í auglýsingu sem hefur vakið gríðarlega athygli. Auglýsingin vakti fyrst athygli á Twitter en fjölmiðlar á borð við DailyMail og Metro hafa fjallað um málið.

Meðal þess sem aðstoðarmaðurinn þarf að gera er að elda, þrífa, sjá um samfélagsmiðla áhrifavaldsins, vera tilbúinn allan sólarhringinn og aldrei sýna tilfinningar. Hann þarf einnig að hjálpa til við að framleiða efni. „Skipuleggja og undirbúa allar tökur, myndvinnslu og að deila efninu, allt frá byrjun til enda,“ segir í auglýsingunni.

Áhrifavaldurinn er ekki nafngreindur í auglýsingunni en það kemur fram að hann sé kvenkyns og búi í Los Angeles. Starfið var auglýst á EntertainmentCareers.net í síðustu viku.

Alltaf reiðubúinn

Starfið er hlutastarf en ef allt gengur vel mun það breytast í fullt starf. Viðkomandi fær greiddar 3.300-4.000 krónur á klukkutímann. Í ferðalögum fær hann greitt fyrir allan daginn. Starfsmaðurinn þarf samt sem áður að vera á vakt allan sólarhringinn og alltaf reiðubúinn að svara í símann.

Áhrifavaldurinn vill að framtíðaraðstoðarmaður sinn muni ekki aðeins hjálpa til við að búa til efni fyrir samfélagsmiðla, heldur líka að hann sjái um þrif, eldamennsku og keyri sig á milli staða. Á meðan aðstoðarmaðurinn sinnir þessum verkum má hann ekki sýna neinar tilfinningar og má ekki virðast „gera þetta fyrir frægðina.“

Aðstoðarmaðurinn þarf að vera tilbúinn til að ferðast hvert sem er, hvenær sem er. Hann þarf einnig að vekja áhrifavaldinn á hverjum degi og vera tilbúinn með dagskrá fyrir daginn og kaffibolla. Hann þarf einnig „stanslaust“ að fara í gegnum og taka upp úr töskum áhrifavaldsins. Aðstoðarmaðurinn þarf að búa nálægt Los Angeles og þarf að eiga bíl til að geta keyrt áhrifavaldinn um og taka sér eins lítið frí og mögulegt er. Svo má aðstoðarmaðurinn ekki drekka en hann þarf samt að vera félagslyndur.

Verkefnalistinn er mjög langur og þú getur lesið hann hér að neðan.

Reiði á Twitter

Blaðamaður New York Times, Taylor Lorenz, vakti fyrst athygli á starfsauglýsingunni á Twitter. Það er óhætt að segja að auglýsingin hafi vakið reiði og hneykslun meðal netverja. Hér að neðan má sjá nokkur tíst.

F.v.: Tana og Gabbie Hannah

Í grein Metro kemur fram að fjöldi netverja hafi sett fram þá kenningu að YouTube-stjarnan sé Tana Mongeau eða Gabbie Hanna. Hvorugar hafa tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.