fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

FBI braust inn á heimili umdeilds áhrifavalds

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) braust inn í höfðingjasetur áhrifavaldsins og YouTube-stjörnunnar umdeildu Jake Paul í gær, til að gera húsleit. Umrætt húsnæði er í Calabasas-borg, í Kalíforníu-fylki Bandaríkjunum. Los Angeles Times greinir frá þessu.

Í fyrstu var mikil óvissa í loftinu yfir því hvers vegna húsleitin átti sér stað, en FBI hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að húsleitin hafi átt sér stað vegna atviks í verslunarmiðstöð í Arizona, í maí sem tengdist Black Lives Matter-mótmælunum.

Jake Paul á ekki að hafa verið viðstaddur húsleitina, heldur í öðru fylki. Hann hefur verið vinsæl YouTube-stjarna um árabil, en oft komist á milli tannana á fólki. Þá hefur hann lagt stund á hnefaleika og stendur bardagi á milli hans og NBA-stjörnunnar Nate Robinson til. Bróðir hans, Logan Paul er einnig gríðarlega vinsæll á YouTube, en hann er ef eitthvað er umdeildari en Jake.

Sveitin sem að FBI sendi í húsleitina á að vera sérstaklega þjálfuð til að takast á við erfiðar aðstæður, líkt og ofbeldi. Mynband af vettvangi sýnir sveitina ganga úr húsinu með skotvopn sem fundust í húsinu.

Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi, þegar að FBI yfirgaf svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að þetta sé „íslenska leiðin“ til að bjóða stelpu á stefnumót – „Hún er þess virði ef hún lifir þetta af“

Segir að þetta sé „íslenska leiðin“ til að bjóða stelpu á stefnumót – „Hún er þess virði ef hún lifir þetta af“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.