fbpx
Mánudagur 28.september 2020

Stjörnurnar úr The Breakfast Club – Ekki gleyma okkur

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin The Breakfast Club frá árinu 1985 hefur verið sögð ein besta kvikmynd níunda áratugarins og hefur komist á fjölda topplista. Hún komst á lista Empire-tímaritsins yfir 500 bestu kvikmyndir allra tíma og í toppsæti tímaritsins Entertainment Weekly yfir 50 bestu menntaskólamyndirnar.

Myndin fagnar nú 35 ára afmæli en hefur Ally Sheedy ein aðalleikonanna gefið það út að hún hafi  bara tvisvar eða þrisvar séð myndian sjálf eftir að hún kom út og myndi aldrei í lífinu taka þátt í framhaldsmynd hefði slíkt verið á prjónunum. Ítrekað hafa verið sögusagnir um framhaldsmynd sé í bígerð en án árangurs.

The Breakfast Club fjallar um fimm nemendur sem þurfa að taka út refsingu á laugardegi, á bókasafni skólans, fyrir slæma hegðun. Nemendurnir koma úr ólíkum áttum og eiga fátt sameiginlegt. Þau fá það verkefni að skrifa 1.000 orða ritgerð um hvað þau haldi að þau séu. Kennarinn yfirgefur bókasafnið og athugar reglulega með nemendurna. Þau verja tímanum á allt annan hátt en þeim var ætlað og verða að lokum góðir vinir. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Anthony Michael Hall, Judd Nelson, Ally Sheedy og Molly Ringwald. Margt hefur á daga þeirra drifið frá því að þau léku í myndinni vinsælu.

MOLLY RINGWALD    52 ÁRA
Í myndinni  lék Ringwald prinsessuna Claire. Ári síðar lék hún í myndinni Pretty In Pink. Síðan þá hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Árið 2013 gaf Ringwald út djassplötu. Í dag fer hún með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Riverdale þar sem hún leikur Mary Andrews, móður aðalpersónunnar Archie Andrews. Nýjasta kvikmyndin sem Ring-wald leikur í er The Kissing Booth 2. Mynd númer þrjú er væntanleg og mun Ringwald einnig leika í henni. Ringwald á þrjú börn með grísk-ameríska rithöfundinum Panio Gianopoulos.

EMILIO ESTEVEZ  58 ÁRA
Emilio Estevez er leikari, framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur. Á sínum yngri árum lék Emilio í fjölda kvikmynda. Undanfarið hefur hann einbeitt sér að leikstjórn. Nýjasta mynd hans, The Public, kom út árið 2018 þar sem hann var bæði handritshöfundur og leikstjóri. Emilio er sonur stór-leikarans Martin Sheen og bróðir Charlie Sheen. Emilio var giftur Idol-drot tningunni Paula Abdul um tíma og við skulum svo aldrei gleyma því að hann lék aðalhlutverkið í Myndinni Mighty Ducks þar sem María Ellingsen átti stórleik. Í dag er Emilio orðinn afi og bara nokkuð slakur.

ALLY SHEEDY 58 ÁRA
Í The Breakfast Club lék Ally stelpu sem var skrítin og passaði illa inn í hópinn. Sheedy var mjög hæfileikaríkt barn, þótti efnilegur dansari og gaf út metsölubók að-eins 12 ára. Sheedy lék þó nokkuð og var um tíma kærasta Bon Jovi. Hún sagði skilið við Hollywood í kjölfar #MeToo-byltingarinnar vegna kynferðislegrar áreitni sem hún varð fyrir en hún hefur nefnt nöfn Christians Slater og James Franco í því samhengi. Hún leikur nú í minni kvikmyndum og forðast Hollywood eftir fremstu getu.

ANTHONY MICHAEL HALL 52 ÁRA
Anthony  varð fyrst þekktur fyrir leik sinn í myndunum The Breakfast Club og Weird Science. Í framhaldinu lék hann í fjölda mynda, þar á meðal Ed-ward Scissorhands og Pirates of Silicon Valley. Nýj-asta hlutverk hans er í myndinni Halloween Kills sem kemur út í október á næsta ári. Hall og leikkonan Lucia Oskerova trúlofuðu sig í september í fyrra.

JUDD NELSON 61 ÁRS
Eftir að hafa slegið í gegn í The Breakfast Club sem útbrunninn hasshaus hefur Judd Nelson leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Nelson var tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í míníseríunni Billionaire Boys Club sem kom út árið 1987. Síðan þá hefur hann meðal annars leikið í CSI og Two and a Half Men. Nýjasta kvikmyndin sem Nelson leikur í er jólamyndin Santa Fake sem kom út í fyrra. Nelson hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Empire sem hófu göngu sína árið 2015.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Smári segist hafa verið rosalega þreyttur og pirraður – „Þá virkar það ekkert sérstaklega vel“

Smári segist hafa verið rosalega þreyttur og pirraður – „Þá virkar það ekkert sérstaklega vel“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er þetta sterkasta liðið eftir botnlausa eyðslu?

Er þetta sterkasta liðið eftir botnlausa eyðslu?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Blóraböggullinn yfirgefur Liverpool á nýjan leik

Blóraböggullinn yfirgefur Liverpool á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

DV kærir neitun hjúkrunarheimilisins Skjóls um aðgang að gögnum

DV kærir neitun hjúkrunarheimilisins Skjóls um aðgang að gögnum
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.