fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Susan Yara er áhrifavaldur með yfir milljón fylgjendur á YouTube og yfir 200.000 fylgjendur á Instagram.  Hún reitti þó marga þessara fylgjendur til reiði á dögunum þegar hún ljóstraði upp um óforskammarlega blekkingu sem hún hafði beitt fylgjendur sína. The Mirror skrifaði um málið.

Hvatti fylgjendur til að kaupa frekar dýrari krem

Susan hefur undanfarna mánuði talað mikið um tiltekna húðvörulínu, Naturium. Hefur hún gengið svo langt að benda fylgjendum sínum að segja skilið við ódýrari húðvörur og fjárfesta frekar í Naturium því hærra verðið borgi sig þegar litið er til gæðanna. Sérstaklega hefur hún borið saman Naturium við vinsælu húðvörurnar frá The Ordinary sem njóta mikilla vinsælda sökum þess að línan er á mjög viðráðanlegu verði og gefur vinsælum lúxusvörumerkjum lítið eftir.

Í apríl skrifaði hún á Facebook til að mynda:„Ertu aðdáandi The Ordinary? Ég hef fundið betri vörur sem kallast Naturium. Ekki ódýrar, en samt á viðráðanlegu verði og mun betri að gæðum. Ein af helstu göllunum, að mínu mati, við The Ordinary vörurnar eru áferðin. Vörurnar eru allar klístraðar, fitugar og þungar. The Naturium vörurnar eru með mikið betri innihaldsefni og góða áferð á húðinni. […] Ég vil bara að þið notið betri vörur. Ekki rífast við mig um þetta. Haha“

Fylgjendur hennar spurðu hana margir hvaðan hún frétti af þessum vörum og þá greindi hún svo frá að hún hefði fengið kynningarkassa frá þeim þegar þeir hófu starfsemi.

Sjálf eigandinn

Hins vegar greindi Susan loks frá því nýlega á YouTube að hún sjálf er eigandi af Naturium vörumerkinu. Hún sagðist ekki hafa viljað að þetta yrði álitið enn ein áhrifavalda-varan og reyndi því að halda nafni sínu frá því til að geta metið viðbrögðin við vörunni.

Fylgjendur upplifa svik

Þessi tíðindi komu flatt upp á marga fylgjendur hennar sem fannst þeir vísvitandi beitta blekkingum.

Einn fylgjandinn skrifaði á Twitter: „Susan Yara hefur lækkað mikið í virðingu hjá mér, bæði sem áhugakona um húðvörur og líka sem einstaklingur sem vinnur við markaðssetningu. Ég veit að hún var að reyna að vera sniðug og fá hlutlausa endurgjöf á vöruna en það eru reglur og lög sem við þurfum öll að fylgja og þetta er bara frekar lélegt.“

Annar skrifaði: „Sem manneskja sem elskar Susan Yara þá er ég gífurlega vonsvikin að hún hafi blekkt fylgjendur sínar og látið þá halda að húðvörulínan hennar væri ekki hennar. Þetta er gegn neytendalögum. Það eru ástæður fyrir því að þú þarft að gera grein fyrir svona hagsmunatengslum.“

Enn einn sagði að Susan Yara væri hér með búin að gera út af við allan sinn trúverðugleika. Hún hafi viljandi hvatt fólk til að hætta að nota aðrar húðvörur og kaupa hennar í staðinn án þess að láta fylgjendur vita hvers vegna hún væri að auglýsa vöruna.

Sambærilegt tilvik á Íslandi

Málið minnið nokkuð á sambærilegt tilfelli sem átti sér stað hér á Íslandi og DV greindi frá í apríl á síðasta ári. Þá hafði áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir auglýst vörur frá eigin verslun, án þess að taka fram að verslunin væri í hennar eigu.

Sjá einnig: 

Tanja Ýr auglýsir vörur sem hún sjálf selur

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.