fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020

Gró segir fólki að stunda bara óvarið kynlíf í desember

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gró Einarsdóttir segir að kerfi dagforeldra sé gallað. Þetta kemur fram í pistli hennar sem birtist á Vísi í dag, sem skrifaður er frá upplifun hennar sem foreldri. Hún segir að upphaflega hafi hún verið ánægð með að barnið sitt myndi fæðast snemma árs, en þegar að hún hafi farið að leita að dagforeldri hafi það álit breyst.

„Það er nefnilega ekki nóg með að grunnskólar taki inn börn á haustin, og að leikskólar taki inn börn á haustin, heldur gera dagforeldrar það líka. Samt fæðast börn allt árið um kring. Fjöldi fæðingarorlofsmánaða miðar ekki heldur við að dagvistun byrji á haustin. Sé nógu mikill munur á 6 ½ árs barni og 5 ½ árs barni til þess að það hafi áhrif á þau alla æfi að þau byrja í grunnskóla að hausti til, hversu mikil áhrif hljótast af því að byrja ½ árs hjá dagforeldri borið saman við 1 ½ árs?“

Gró segir að hugmynd sín um vandamál er varða dagforeldra hafi verið af öðru tagi en hún bjóst við. Vandamálið hafi fyrst og fremst verið að dagforeldrar taki inn á haustin.

„Áður en ég þurfti að horfast í augu við þetta fáránlega kerfi hafði ég ímyndað mér að ákvörðunin um hvenær barnið mitt byrjaði hjá dagforeldri snerist „bara“ um það að finna málamiðlun á milli þess sem væri best fyrir það, best fyrir vinnu okkar foreldranna, og best fyrir fjárhag fjölskyldunnar. Ég hafði lesið mér til um rannsóknir sem benda til þess að það sé ekki endilega gott fyrir börn að byrja of snemma í dagvistun. Á sama tíma er fæðingarorlofið bara 10 mánuðir. Sé vilji til að lengja þann tíma getur maður smurt orlofinu út á fleiri mánuði, en slík þynning hefur þó áhrif á fjárhaginn. Við þetta bætast svo jafnréttismálin. Ef ég myndi velja að lengja minn hluta fæðingarorlofsins hefur það ekki endilega góð áhrif á starfsferilinn, mína launaþróun og jafnréttið á heimilinu. Í einfeldni minni hélt ég að þetta væru nógu mörg atriði til að reyna að taka tillit til. Ég hélt að við sem fjölskylda gætum ákveðið að fyrir okkur væri besta málamiðlunin á þessum sjónarmiðum að barnið okkar væri heima í eitt ár. En það var eitt sjónarmið sem vantaði: Nefnilega að það er fyrst og fremst tekið inn í dagvistun á haustin.“

Þrír valkostir og þrjár lausnir

Þrír valkostir stóðu frammi fyrir Gró sem allir sneru áætlunum hennar á hvolf og væru ósanngjarnir:

„1. Að láta kúga af mér fé.

2. Að láta barnið mitt byrja fyrr hjá dagmömmu

3. Að taka sénsinn og eiga á hættu að fá ekkert pláss.“

„Eftir að hafa íhugað þessa valmöguleika vandlega hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir ömurlegir. Kostur eitt er ósanngjarn því hann er fyrst og fremst í boði fyrir foreldra með góðar tekjur. Kostur tvö er ekki endilega góður fyrir barnið mitt. Og kostur þrjú er áhættusamur, bæði hvað varðar mína vinnu og fjárhag ef ekkert pláss losnar. Svona asnalegu og ósanngjörnu kerfi verður að reyna að breyta.“

Þá nefnir Gró þrjár lausnir á þessu vandamáli. Fyrsti kosturinn hljóðar á að fleiri pláss verði í boði og annar um að tekið verði börn inn í grunnskóla tvisvar á ári. Þriðji kosturinn er ef til vill áhugaverðastur, en hann varðar það að óvarið kynlíf yrði einungis leyft í desember.

„1. Bjóða upp á fleiri pláss

2. Taka inn börn í grunnskóla tvisvar sinnum á ári

3. Óvarið kynlíf bara leyft í desember

Þegar aðeins er boðið upp á nákvæmlega jafn mörg pláss eða færri pláss en þörf er á, þá komast ný börn bara inn í kerfið þegar eldri börn útskrifast úr því. Þar sem enginn slaki er í kerfinu þá stjórnast tímasetningin á því hvenær ungabarnið mitt byrjar í dagvistun af því hvenær nær fimm árum eldra barn byrjar í skóla. Eina leiðin til að komast hjá þessum fáránleika er að bjóða upp á fleiri pláss. Líklegast þyrfti hvert dagforeldri að vera með allavega eitt autt pláss til þess að geta tekið inn börn allt árið um kring. En það er mjög skiljanlegt að dagforeldrar, sem eru ekki endilega þekktir fyrir að vera tekjuhæsta stéttin, vilji ekki taka á sig það fjárhagslega tap sem hlýst af því að vera ekki með eins mörg börn í vistun og hægt er á hverjum tíma. Hvorki dagforeldrar né foreldrar hafa hag af því að borga fyrir auð pláss.“

Ein lausnin asnalegust

Að lokum segir Gró að á meðan að lausnir eitt og tvö virðist ekki uppi. Á borði þá verði fólk sem vill eignast börn bara að stunda bara óvarið kynlíf í desember.

„Mér þætti eðlilegra að við sem samfélag reyndum að leiðrétta fyrir því að grunnskólar byrja að hausti en börn fæðast allt árið um kring. Ef við sem samfélag teljum að það sé of dýrt að niðurgreiða það, að dagforeldrar bjóði upp á auka pláss, þá er annar möguleiki að láta grunnskólana byrja bæði að hausti og að vori. Ef grunnskólar tækju inn tvisvar á ári, þá gætu leikskólar byrjað að gera það einnig, sem þýðir að dagforeldrar gætu það líka. Þetta myndi líka þurrka út hið ósanngjarna forskot sem grunnskólabörn fædd snemma á árinu hafa umfram þau sem eru fædd seinna á árinu. En á meðan hvorki fyrsta né önnur lausn stendur til boða er það seinasta og asnalegasta lausnin sem blasir við. Það er eina leiðin til þess að komast undan fáránleika dagvistunarkerfisins. Öllum þeim sem láta sig dreyma um að gerast foreldri vil ég því gefa þetta ráð: Stundið bara óvarið kynlíf í desember.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Eiður keyrði 450 kílómetra til einskis – „Við vorum orðin vondauf og það var ekki hægt“

Eiður keyrði 450 kílómetra til einskis – „Við vorum orðin vondauf og það var ekki hægt“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru bestu barna- og ungmennabækurnar að mati álitsgjafa DV

Þetta eru bestu barna- og ungmennabækurnar að mati álitsgjafa DV
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Tryllt breyting á íbúð Gunnars

Tryllt breyting á íbúð Gunnars
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blóraböggullinn yfirgefur Liverpool á nýjan leik

Blóraböggullinn yfirgefur Liverpool á nýjan leik
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð

Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.