fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Besti tíminn til að stunda sjálfsfróun er fyrir vinnu

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 14. maí 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsfróun eykur blóðflæði, eykur endorfínframleiðslu, minnkar stress, eykur sjálfsöryggi og heldur þér í takti við líkama og kynverund. Sjálfsfróun hefur svo frábær heilsufarsleg áhrif á okkur öll að í raun ættu læknar að mæla með henni. Í stuttu máli, þá lætur hún manni einfaldlega líða vel. Vefmiðillinn Body and Soul tók saman grein um heilsufarsleg áhrif sjálfsfróunar á líkama og geðheilsu.

En hvenær er eiginlega rétti tíminn til þess að stunda þessa skemmtilegu og heilsusamlegu iðju?

 

Á morgnana áður en þú ferð í vinnuna

Sturta, morgunmatur, kaffi, bursta tennur, hlaupa á eftir strætó eða reyna að muna hvar bílnum var lagt í gær ef þú býrð í miðbænum, til þess að bruna upp í vinnu og mæta fimm mínútum of seint. Öll eigum við okkar morgunrútínu. En það er einn hlutur sem þú ættir að íhuga að bæta við morguntjekklistann; og það er smá sjálfsást.

Vekjaraklukka

Sjálfsfróun á mánudagsmorgni er ólíklega jafn gefandi og löng sunnudagssessjón með kertaljósi og Bublé í græjunum, en henni fylgja þó fjölmargir heilsufarslegir kostir sem bætt frammistöðu þína í vinnunni. Hún getur minnkað vinnustressið, gefið þér auka orku til þess að takast á við krefjandi verkefni og hinn fallegi náttúrulegi roði sem fylgir góðri fullnægingu styttir þann tíma sem margir taka frá á morgnana til þess að setja upp andlitið.

Fyrir svefninn

Það eru víst tilgátur þess efnis að fullnæging veiti þeim fullnægða mikla slökun sem hjálpi til þess að ná betri nætursvefni. Engar opinberar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að staðfesta þessa tilgátu, en þátttakendur í tilraunum kynlífsfræðingsins Kinsey, töluðu meðal annars um að sjálfsfróun auðveldaði þeim að sofna fyrr og sofa betur. Þetta gæti stafað af því að við fullnægingu losnar dópamín og oxítósín, sérstakur hormónakokteill sem gerir okkur bæði glöð og dösuð á sama tíma. Fróaðu þér fyrir svefninn og upplifðu besta svefn lífs þíns.

Þegar þú þarft að einbeita þér

Ef þér finnst þú vera að missa einbeitingu gæti verið kominn tími til þess að gefa snípnum rækilega nuddstund. Samkvæmt Kit Maloney, stofnanda feminíska klámframleiðslufyrirtækisins O‘actually, er sjálfsfróun ekki ósvipuð hugleiðslu. Hún veitir manni hugarró sem eykur bæði einbeitingu og skilvirkni.

Þegar þú ert döpur

Manstu hvenær þú varst síðast orkulaus, döpur og þreytt? Þessi tilfinning gæti hafa stafað af þynnku, almennri síðdegisþreytu eða einhverju öðru.

Næst þegar þér líður svona ættirðu að íhuga sjálfsfróun. Þökk sé öllu dópamíninu sem losnar við fullnæginguna ætti skapið að lagast. En dópamín er einmitt svokallað gleðihormón, sem stuðlar að unaðstilfinningu, fullnægingu og hamingju.

Þegar þú ert á túr

Það eru engar vísindalegar sannanir fyrir þessu en margt bendir þó til þess að sjáflsfróun sé frábær leið til þess að lina túrverki. Ástæðan er líklega sú að fullnægingin verður til þess að vöðvarnir í leginu herpast og gefa frá sér verkjastillandi efni. Vík burt, túrverkir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.