fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 12. janúar 2020 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 12. – 18. janúar

stjornuspa

Hrútur
11. mars – 19. apríl

Alls kyns sambönd í þínu lífi eru í forgrunni í þessari viku, hvort sem það eru ástarsambönd, vinasambönd eða sambönd við vinnufélaga. Þú virðist vera að reyna ofboðslega mikið að láta öllum líka vel við þig á öllum vígvöllum. Hættu því. Það er því miður ekki hægt að láta öllum líka vel við sig og það er bara allt í lagi.

stjornuspa

Naut
20. apríl – 20. maí

Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim. Þú hefur samt tíma til að sætta þig við þær og ég mæli með því að þú gerir það. Þessar breytingar eiga eftir að verða til góðs, þú bara sérð það ekki alveg strax. Traustur vinur verður enn traustari í þessari viku þegar hann býður fram aðstoða sína í erfiðu verkefni.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí – 21. júní

Annaðhvort verður þú fyrir barnaláni eða einhver nákominn þér, jafnvel einhver sem hefur átt í erfiðleikum með að geta barn. Þetta eru allavega mikil gleðitíðindi og munu lita vikuna af hamingju og bjartsýni. Þar af leiðandi gengur þér óskaplega vel í vinnunni. Þú svífur um á bleiku skýi og nennir ekki að velta þér upp úr öllu fólkinu sem gerir ekki nóg að þínu mati.

stjornuspa

Krabbi
22. júní – 22. júlí

Ég mæli með því að þú takir þér símalausa tíma yfir daginn þar sem tækin eru gjörsamlega að ná yfirhöndinni í þínu lífi. Styttu skjátímann og reyndu að taka frá einn til tvo klukkutíma á dag þar sem þú leggur símann alveg frá þér. Þú munt finna fyrir miklum mun, bæði í vinnu og einkalífi.

stjornuspa

Ljón
23. júlí – 22. ágúst

Það er einhver svakalega spennandi vinnuferð í kortunum hjá þér, sem á svo sannarlega eftir að létta þér lundina. Þetta er blanda af vinnu og skemmtun og þú kynnist svo mörgu skemmtilegu fólki sem veitir þér mikinn innblástur. Þessi ferð kennir þér einnig mikið um samskipti og hvað þú getur náð miklum árangri og liðið betur ef þú hefur hreinskilin samskipti við fólk.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst – 22 .september

Nú þarftu að passa þig á vinnufélögum þínum, elsku meyja. Það er einhver að reyna að svíkja þig og þú skalt hafa varann á í öllum viðskiptum. Ekki láta tala þig inn á einhverja vitleysu og fylgdu hjartanu – alltaf. Ástarlíf hjá lofuðum meyjum er svo afskaplega gott og verður aldeilis líf og fjör í svefnherberginu – meira en venjulega.

stjornuspa

Vog
23. september – 22. október

Þetta er vika sköpunargáfunnar. Þú þarft að vera í góðum samskiptum við undirmenn þína í vinnunni því einhverjir þeirra hafa áhyggjur af framhaldinu, eftir miklar breytingar á vinnustaðnum. Þú ert manneskjan sem verður að veita fólki innblástur og reyna að ná því besta úr því. Ef það gengur ekki, þá verður bara að hafa það. Vogir sem eru að spá í að breyta um vinnu fá frábært tækifæri í vikunni sem er ekki hægt að sleppa.

stjornuspa

Sporðdreki
23. október – 21. nóvember

Einhleypir sporðdrekar hafa engan tíma fyrir ástarlíf og það finnst þeim miður. Það er svo svakalega mikið að gera í vinnunni og þú verður að finna leið til að minnka vinnuálagið og einbeita þér að fjölskyldu, vinum og tilvonandi elskhugum. Lofaðir sporðdrekar eru hins vegar mjög ákveðnir í að styrkja sambandið og það gengur mjög vel.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóvember – 21. desember

Númer 1, 2 og 3 þá gerist eitthvað stórkostlegt í ástarlífinu. Ertu að spá í að fara að búa? Eignast barn? Gifta þig? Við erum að tala um svoleiðis stórviðburð sem bankar á dyr í vikunni. Þvílík spenna! Svo finnurðu nýtt áhugamál sem þú trúir eiginlega ekki hvað gefur þér mikið. Ég er að segja þér það – þetta er þín vika!

stjornuspa

Steingeit
22. desember – 19. janúar

Ertu í fasteignahugleiðingum? Það er eins og þig langi að flytja þig um set og þú dettur niður á hina fullkomnu fasteign á næstu dögum – og ég er ekkert viss um að þessi fasteign sé á Íslandi. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að hugleiða vel og því boðar þú til fjölskyldufundar til að taka ákvarðanir sem henta allri fjölskyldunni.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar – 18. febrúar

Þú ert að spá í að fara aftur í nám og ákveður að skrá þig á námskeið til að athuga hvort langt og krefjandi nám sé eitthvað sem henti þér akkúrat núna. Þig langar að færa þig meira inn í skapandi geira sem ég held að þú eigir vel heima í eftir mörg ár af kassalagaðri vinnu.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar – 20. mars

Þú þarft að passa fjármálin aðeins. Þetta er ekkert alvarlegt, en vertu aðeins vakandi fyrir því hvernig þú ráðstafar peningunum þínum, svo þú lendir ekki í vanda. Einkalífið er í forgrunni í þessari viku. Góð samskipti eru gulls ígildi og þú nærð að létta mörgum áhyggjum af þér varðandi góðan vin sem hefur aðeins traðkað á þér að þínu mati.

Afmælisbörn vikunnar

12. janúar – Silja Hauksdóttir leikstjóri, 44 ára
13. janúar – Sylvía Rut Sigfúsdóttir blaðakona, 33 ára
14. janúar – Teitur Þórðarson knattspyrnustjóri, 68 ára
15. janúar – Karitas Harpa Davíðsdóttir söngkona, 29 ára
16. janúar – Margrét Hrafnsdóttir framleiðandi, 50 ára
17. janúar – Hallur Karlsson ljósmyndari, 37 ára
18. janúar – Helgi Seljan fjölmiðlamaður, 41 árs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.