fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Sorglegi sannleikurinn á bak við vinsældir jarðaberjakjólsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 10:52

Tess Holliday klæddist kjólnum í janúar og var þá álitin vera „verst klædd“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Tess Holliday klæddist kjól með jarðaberjamynstri á Grammy-verðlaunahátíðina í janúar. Hún var sett á lista yfir verst klæddu stjörnurnar á hátíðinni. Undanfarnar vikur hefur kjóllinn orðið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum.

https://www.instagram.com/p/CD-L6ZOpd_x/

„Eins og að þessi kjóll hafi skilað mér inn á lista yfir þá verst klæddu eftir að ég fór í honum á Grammy-verðlaunahátíðina í janúar, en núna eftir að mikið af grannvöxnum einstaklingum eru búnir að vera í honum á TikTok þá allt í einu elska hann allir. Í stuttu máli – samfélagið okkar hatar feitt fólk, sérstaklega þegar við stöndum okkur vel,“ segir Tess í færslu á Instagram og Twitter.

Lirika Matoshi er hönnuðurinn á bak við kjólinn. Undanfarnar vikur hefur kjóllinn orðið gríðarlega vinsæll og kallaði tískutímaritið Vogue hann „kjól sumarsins“.

Í viðtali við NY Post sagði Lirika Matoshi að sala á kjólnum jókst um 738 prósent í byrjun ágúst eftir að hann varð vinsæll á samfélagsmiðlum. Á TikTok hafa myndbönd merkt #strawberrydress fengið yfir 7,7 milljón áhorf.

@mailleur_makerTHE STRAWBERRY DRESS HAS ARRIVED!!! BE READY FOR CONTENT ANF THANK YOU ALL SO SO MUCH 💖💖💖💖💖💖🍓🍓🍓🍓🍓♬ original sound – mailleur_maker

Kjóllinn hefur komið af stað umræðu um forréttindi grannra og fitufordóma. Fjölmiðlar eins og Junkee og Hello Giggles hafa fjallað um málið.

„Það eru fituforómar að gefa Tess Holliday ekki heiður á vinsældum jarðaberjakjólsins,“ er fyrirsögn greinar á Hello Giggles.

Paper Magazine vakti einnig athygli á málinu.

Tess þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.