fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Ben Affleck og Ana de Armas eru ástfangin upp fyrir haus – flissa og fíflast

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. júlí 2020 23:00

Ben Affleck hefur barist við Bakkus í nærri tvo áratugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood leikarinn Ben Affleck og kúbneska Bond-skvísan Ana de Armas fagna um þessar mundir hálfs árs afmæli sínu og virðast ljóma af hamingju.

Ben og Ana kynntust við tökur á spennumyndinni Deep Water í fyrra. Þau fóru leynt með sambandið til að byrja með en eftir að þau voru mynduð saman á Kúbu í mars hafa þau verið óaðskiljanleg í sóttkví á heimili Bens í Los Angeles. Parið sést saman í göngutúrum með hundinn þar sem þau hlæja dátt og virðast æði samrýnd. Þau hafa meira að verið spottuð í sömu mosagrænu skyrtunni. Hvort þau eiga eins skyrtur eða eru bara svona nýtin verður látið ósagt en þetta er fínasta skyrta.

Á nýjustu myndunum af parinu vekur það athygli að hárið á Ben og skegg hefur dökknað um nokkra tóna og það er einhver mafíósabragur yfir honum. Kannski er hann að reyna að yngja sig upp fyrir Önu sem er 15 árum yngir en kannski er þetta fyrir nýtt hlutverk. Við skulum bara vona það.

Ben hefur átt í sambandi við ekki minni kanónur en Gwyneth Paltrow, Jennifer Lopez og Jennifer Garner sem hann var kvæntur í 13 ár og á með henni börnin Violet, Seraphina og Samuel. Ana var gift spænska leikaranum Marc Clotet en þau skildu árið 2013.

Fræg og fögur Hollywood pör fá gjarnan gælunafn og þegar Ben var með Jennifer Lopez gengu þau undir sameiginlega nafninu Bennifer. Eftir að því sambandi lauk og Ben kvæntist Jennifer Garner var uppfærslan augljós og parið hlaut nafnbótina Bennifer 2.0. En hvað með Ben og Ana? Benana …?

Grár á vanga: Ben er augljóslega farinn að grána en hefur nýverið sést skarta dekkri lokkum.

Harðsvíraður: Það er eitthvað glæpsamlegt við þetta litað hár og sígarettukombó

Bennifer: Ben og Jennifer Lopez

Bennifer 2.0: Ben og Jennifer Garner

Benana? Það er fjör í göngutúrum turtildúfanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.