fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Una Rakel verður fyrir aðkasti vegna holdafars síns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 11:30

Una Rakel Hafliðadóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Rakel Hafliðadóttir man ekki hvenær síðast leið heil vika án þess að hún varð fyrir aðkasti vegna holdafars síns. Hún er kölluð horrengla, tannstöngull og reglulega spurð hvort hún sé að detta í sundur. Þetta veldur henni mikilli vanlíðan og segir hún að það sé aldrei í lagi að niðurlægja manneskju út af holdafari.

„Ég held að þetta sé eitthvað sem margir ættu að skoða hjá sjálfum sér,“ segir Una Rakel.

Hún opnaði sig um áreitið sem hún verður fyrir í einlægri færslu á Facebook, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi að deila áfram með lesendum.

Una Rakel (til vinstri) ásamt Matthildi systur sinni sem því miður upplifir reglulega það sama og systir sín.

„Borðar þú ekkert?“

„Ég er grönn, með lítil bein og hraða brennslu. Ég er heilsuhraust, borða vel og líður vel í eigin líkama. Það er þó eitt sem veldur mér sérlega mikilli vanlíðan. Það er hvað mörgum finnst þeir eiga rétt á því að setja út á holdafar annarra,“ segir Una Rakel og lýsir sinni upplifun:

„Í hverri einustu viku þarf ég að svara fyrir það af hverju holdafar mitt er eins og það er. Vinsælasta spurningin sem ég fæ er þegar ég er spurð út í það hvort ég borði ekkert, sem ég svara yfirleitt eins og asni í baklás: „Jú eg borða mjög mikið,” sem er engin lygi og þeir sem þekkja mig vita það.

Ég er kölluð horrengla, tannstöngull, spurð hvort ég sé að detta í sundur og öðrum særandi orðum. Ég man ekki eftir einni heilli viku þar sem ég hef ekki fengið að heyra að minnsta kosti eitthvað af þessu og fólki virðist finnast mjög eðlilegt að kalla mig þessum orðum eða skipta sér af því hvernig ég lít út,“ segir hún.

Þetta er særandi

„Það er eins og sumir átti sig ekki á því að þeir séu að særa með því að skipta sér af þessu. Og oft er eins og þau haldi að þau séu að hjálpa mér með því að sýna þér hvað þeim ofbýður útlit mitt,“ segir Una Rakel

Í vikunni lenti hún í mjög leiðinlegu atviki í vinnunni. „Samstarfsfélagi minn ákvað, eins og ekkert væri eðlilegra, að taka upp bolinn minn að öxlum til að segja mér að þetta sé nú ekki eðlilegt,“ segir hún.

„Nú eigum við margar flottar fyrirmyndir sem hafa upplifað mikið einelti og áreiti vegna þess hve „feitir“ þær eru, óháð heilsuhreysti. Það er að verða til mikil vitundarvakning á þessu sem er frábært skref fram á við og það væri enn betra ef hægt væri að horfa á þetta líka á hinn veginn. Ég held að þéttvaxnir og grannvaxnir upplifi nokkurn veginn sama áreiti en bara á öðruvísi hátt. Það er aldrei í lagi að niðurlægja manneskju út af holdafari og ég held að þetta sé eitthvað sem margir ættu að skoða hjá sjálfum sér.“

Að lokum segir Una Rakel:

„Komum fram við aðra eins og við viljum að það sé komið fram við okkur. Allir mega taka pláss og allir eru frábærir á sinn hátt.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.