fbpx
Þriðjudagur 01.desember 2020

Íslensk móðir í angist vegna dóttur sinnar: „Nú forðast fólk hana“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. maí 2020 17:00

Myndin er frá Getty Images og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk móðir unglingsstúlku lýsir þeirri martröð sem það er að missa barnið sitt niður í hyldýpi fíknar. Hún deilir á þá þjónustu sem ungum fíklum og fjölskyldum stendur til boða og kveður í kútinn ýmsar meintar mýtur um fíkla og hvað gera eigi við þá.

Um er að ræða nafnlausan pistil sem birtist á Facebook-síðu samtakanna Það er von, góðgerðarsamtaka sem veita fíklum stuðning.

Í upphafi greinar sinnar skrifar móðirin:

„Daglegt líf mitt er dagleg barátta fyrir lífi dóttur minnar. Fallegu, hjartahlýju, hæfileikaríku og skemmtulegu dóttur minnar sem er elskuð hvar sem hún fer og allt leikur í höndunum á. Hún er með ósýnilegan sjúkdóm sem heitir fíkn og engin almennileg úrræði fást við í heilbrigðiskerfinu.

Þegar dóttir mín var nýfædd þá man ég eftir að hafa upplifað mikla skelfingu. Skelfingu yfir þeirri miklu ábyrgð sem mér hafði verið falin og ekki síst yfir að geta kannski ekki verndað hana fyrir öllum hættum lífsins. Ég veit ekki hvort þessi skelfing hellist yfir alla sem fá í hendur ungabarn til umönnunar, en mér þykir það líklegt. Þessi tilfinning er ólýsanleg og blandast saman við ást sem þú hefur aldrei fundið áður. Svo kemstu að því smátt og smátt að þú getur ekki verndað barnið þitt, og allra síst fyrir sjálfu sér. Þú ert jafn vanmáttug og þú ímyndar þér á þessum tímapunkti.“

Því næst lýsir hún því hvernig maður í raun missi frá sér þann ástvin sem verður fíkninni að bráð þó að viðkomandi manneskja sé nærstödd í tíma og rúmi:

„Það er undarlegt að sakna manneskju sem stendur beint fyrir framan þig. Manneskju sem áður var lífsglöð og full af krafti, traust og glæsileg. Manneskju, sem stendur núna fyrir framan þig, horuð og tekin og gargar á þig að lífið sé búið af því að hana vantar pening fyrir dópi og hún vilji bara fokking deyja. Gleðin er farin og krafturinn sem áður var þrotlaus í alls konar vinnu og sköpun fer núna í að redda næsta skammti.

Það glittir stundum í dóttur mína þegar hún nær að vera edrú í smá tíma. Þá kemur fram húmorinn og allt það sem hún missir í ömurð neyslunnar. Vinir hennar sakna hennar líka, enda var hún alltaf vinamörg og vinsæl. Nú forðast fólk hana því einu samskiptin sem hún hefur við annað fólk er að reyna að redda einhverju. Peningum, dópi eða að reyna að selja einhverjum eitthvað eða fá skutl hingað og þangað. Hún vill heldur ekki hlusta eða eiga í neinum samræðum. Hún hefur engan tíma í slíkt. Það eina sem kemst að er að fá meira dóp.“

Móðirin segist ekki fá nauðungarvistun fyrir dóttur sína vegna þess að hún er „bara í neyslu“ og viðkvæðið sé að henni sé sjálfrátt. Móðirin blæs á þetta og segir: „Við vitum að þetta er kjaftæði. Fíkillinn er í þessu ástandi knúinn áfram af allt öðrum hvötum en eigin vilja. Hann er ekki hann sjálfur, heldur uppvakningur á valdi efna sem líkami hans er orðinn háður.“

Konan segir jafnframt að í orði kveðnu séu sjálfsvígshugsanir teknar alvarlega í kerfinu en reynsla hennar sé önnur. Hún blæs einnig á þá algengu skoðun að fólk geti ekki farið í meðferð fyrr en það er tilbúið: „Hvenær er manneskja sem er í svona annarlegu ástandi „tilbúin“?“

Margt átakanlegt er að finna í pistlinum en við birtum þessi brot og síðan er hægt að lesa pistilinn í heild með því að smella á tengilinn fyrir neðan:

 Ég get ekki verið foreldri systkina hennar á meðan ég vaki allar nætur og er alltaf í viðbragðsstöðu til að vaða með hana á slysó eða í samskiptum við allskonar fólk að leita að henni. Ég get ekki stundað vinnu með eðlilegum hætti og tekjur fjölskyldunnar eru við fátæktarmörk. Ég er að annast fullorðinn einstakling og fæ litla aðstoð því hún er ekki „viðurkenndur sjúklingur”.

Ég er virkilega búin að reyna ALLT og get fullyrt að þetta kerfi okkar er drasl. Það er engin þjónusta og enginn stuðningur. Mér er bent á að ég þurfi bara að „sleppa takinu”, en hvað þýðir það? Á ég að láta sem hún sé dáin því hún sé það hvort eða er? Á ég að byrja að syrgja hana strax af því að enginn vill hjálpa henni? Hvaða rugl er það? Auðvitað berst ég áfram rétt eins og ég myndi gera ef hún væri með krabbamein eða einhvern sýnilegan sjúkdóm sem tekinn er alvarlega. Auðvitað myndi ég ekki bara setja hana út á tröppur í því ástandi og sætta mig við að hún muni deyja. Hvers vegna er fíkn öðruvísi?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Fagnar náðun fanga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fögnuður United pirrar hann: „Fögnuðu eins og þeir hefðu unnið deildina“

Fögnuður United pirrar hann: „Fögnuðu eins og þeir hefðu unnið deildina“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég er stolt að mamma sé fylgdarkona“ – Komst að sannleikanum tólf ára

„Ég er stolt að mamma sé fylgdarkona“ – Komst að sannleikanum tólf ára
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar Kjartan Henry hefndi sín á gömlum félögum um helgina – Fallegt mark

Sjáðu þegar Kjartan Henry hefndi sín á gömlum félögum um helgina – Fallegt mark

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.