fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Ólétt og nísk – Keypti nýlega hús og leitar í ruslagámum: „Fjölskylda mín hefur gert þetta í áratugi“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. febrúar 2020 14:00

Angel er nískupúki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Durr, 25 ára, er komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn og kallar sig stærsta nískupúka Texas. Hún leitar í ruslagámum og hefur gert það síðan hún man eftir sér. Móðir hennar leitaði í ruslagámum og amma hennar gerði það líka. Angel segir þetta vera henni í blóð borið að leita að gersemum í rusli annarra.

„Sumir líta á þetta, að leita í ruslagámum (e. dumpster diving), sem sport. Ég sé það ekki þannig. Ég sé þetta sem eitthvað sem ég verð að gera til að fá það sem ég vil fyrir verðið sem ég er tilbúin að borga, sem er ekkert,“ segir Angel í þætti TLC Extreme Cheapskates.

Angel leitar að lyfjum og vítamínum í ruslagámum og þá sérstaklega meðgönguvítamínum. Hún segist rannsaka öll þau lyf sem hún finnur. „Ég hef gert þetta í mjög langan tíma. Ekki prófa þetta heima,“ segir hún.

Í þættinum kemur fram að henni hefur  tekist að spara sér 43 þúsund krónur í vítamín- og lyfjakostnað yfir alla meðgönguna.

Angel og eiginmaður hennar, Orlando Toldson, keyptu nýlega hús. Áður átti bræðralag húsið og var ástand þess hræðilegt við kaupin. Aftur á móti var húsið á góðu verði. Angel og Orlando hafa tekið húsið í gegn og fyllt það af húsgögnum og hlutum sem þau fundu í ruslagámum víðsvegar um Texas. Nú vinna þau hörðum höndum að gera barnaherbergið tilbúið. Öll húsgögnin þar inni voru áður rusl einhvers annars.

„Að fá barnarúm úr ruslagámi er eins og að fá einhvern annan hlut þaðan. Ég mun þrífa það og sótthreinsa, passa að það sé öruggt áður en ég leyfi barninu að stíga fæti ofan í það,“ segir Angel.

Hvað segja lesendur, er Angel úrræðagóð eða of nísk?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.