fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Ragga Nagli: „Ímyndaðu þér að þú talir við barnið þitt eins og þú gerir líkama þinn“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 19:00

Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýrri færslu á Facebook ímyndar hún sér hvernig það væri ef maður myndi tala og umgangast barnið sitt eins og maður gerir við líkama sinn.

„Mamma má ég fá að borða ég er svangur. Ég er með hausverk. Mig svimar. Nei við borðum ekki fyrr en eftir tvo tíma. Við föstum til hádegis eins og þorri þjóðarinnar […] Mamma mig langar ekki í meira nammi. Mér er illt í maganum. Jú haltu áfram að troða í vélindað…. það er laugardagur og þarf að nýta tækifærið. Það eru heilir sex dagar þar til þú færð aftur nammi.,“ skrifar Ragga.

„Barnaverndarnefnd væri mætt á tröppurnar á núlleinni,“ segir hún.

Ragga segir að allt of margir nota hatur á eigin líkama sem eldsneyti til að hamast í rækt.

„Að þurfa að borða ákveðinn mat i þeim eina tilgangi að tálga lýsi leiðir til að á endanum springurðu á limminu og borðar yfir þig af öllu sem heitir sykur, salt, fita. Að þurfa að æfa sama hvað skrokkurinn segir þann daginn ertu að tengja neikvæðar tilfinningar við ræktina sem er yfirleitt stærsta ástæðan af hverju kortið myglar í töskunni.“

Ragga segir að ef maður byrjar að æfa og borða út frá því að elska og virða líkama sinn þá taki maður betri ákvarðanir í matarvali og velur mat sem lætur manni líða vel í líkama og sál, því maður á það skilið.

„Minntu þig á að koma fram við líkamann þinn eins og barnið þitt. Þá verður ferlið allt svo miklu auðveldara og heilsuhegðun verður ekki þvinguð heldur tekin útfrá ást og umhyggju.“

Þú getur lesið pistill Röggu í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Sjö stafa skattaskuld afhjúpuð í skilnaðarsáttmála

Sjö stafa skattaskuld afhjúpuð í skilnaðarsáttmála
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.