fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Fagnar þyngdartapi með bikinímynd og slær í gegn – Afhjúpar bestu leiðina til að fylgjast með árangri

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 11:30

Emma Young.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Young, 23 ára, ákvað að fagna heilsuferðalagi sínu í færslu á Twitter. Hún hafði ekki hugmynd um að færslan myndi slá í gegn. Nokkrir stórir fjölmiðlar hafa fjallað um sögu Emmu, eins og News.au og Fox News.

Emma deildi tveimur myndum hlið við hlið. Myndirnar eru teknar í sama hótelherbergi en þrjú ár eru á milli myndanna. Á þessum þremur árum hefur Emma misst 22 kíló.

„Sama hótel, þremur árum seinna. Ég hef misst 22 kíló. Ruglað að sjá hversu langt ég er komin,“ skrifar hún á Twitter.

Emma greinir frá því að þegar hún tók fyrstu myndina hafði hún náð botninum. Það var í ágúst 2016. Í febrúar 2017 ákvað hún að gera eitthvað í því og tók til í mataræðinu sínu. Fljótlega fór hún að hreyfa sig einu sinni í viku.

Í dag æfir hún með einkaþjálfara tvisvar til þrisvar í viku og gerir einnig HIIT æfingar og lyftingaræfingar inn á milli.

Þrátt fyrir að hafa gjörsamlega breytt um lífsstíl þá segist Emma ekki vera „ of ströng“ með mataræðið sitt og segir lykillinn vera jafnvægi.

„Ef ég er góð 5/6 daga af 7 þá leyfi ég mér „svindlmáltíð“ (e. cheat meal) Það er mikið auðveldara að borða hollt ef þú leyfir þér að svindla af og til,“ segir hún.

Emma deildi einnig myndinni á Instagram og sagðist ekki hafa áttað sig á hversu langt hún væri komin fyrr en hún sá gömlu myndina af sér.

Hún gefur öðrum ráð að taka fyrir og eftir myndir til að fylgjast með árangrinum.

„Besta leiðin til að fylgjast með árangrinum er 1000 prósent að taka fyrir og eftir myndir. Það hjálpar mér að hvetja mig áfram þegar það eina sem ég vill gera á veturna er að borða súkkulaði/snakk/pítsu/kínverskan mat,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B7q2MP1H8Y6/?utm_source=ig_embed

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.