fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Fagnar þyngdartapi með bikinímynd og slær í gegn – Afhjúpar bestu leiðina til að fylgjast með árangri

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 11:30

Emma Young.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Young, 23 ára, ákvað að fagna heilsuferðalagi sínu í færslu á Twitter. Hún hafði ekki hugmynd um að færslan myndi slá í gegn. Nokkrir stórir fjölmiðlar hafa fjallað um sögu Emmu, eins og News.au og Fox News.

Emma deildi tveimur myndum hlið við hlið. Myndirnar eru teknar í sama hótelherbergi en þrjú ár eru á milli myndanna. Á þessum þremur árum hefur Emma misst 22 kíló.

„Sama hótel, þremur árum seinna. Ég hef misst 22 kíló. Ruglað að sjá hversu langt ég er komin,“ skrifar hún á Twitter.

Emma greinir frá því að þegar hún tók fyrstu myndina hafði hún náð botninum. Það var í ágúst 2016. Í febrúar 2017 ákvað hún að gera eitthvað í því og tók til í mataræðinu sínu. Fljótlega fór hún að hreyfa sig einu sinni í viku.

Í dag æfir hún með einkaþjálfara tvisvar til þrisvar í viku og gerir einnig HIIT æfingar og lyftingaræfingar inn á milli.

Þrátt fyrir að hafa gjörsamlega breytt um lífsstíl þá segist Emma ekki vera „ of ströng“ með mataræðið sitt og segir lykillinn vera jafnvægi.

„Ef ég er góð 5/6 daga af 7 þá leyfi ég mér „svindlmáltíð“ (e. cheat meal) Það er mikið auðveldara að borða hollt ef þú leyfir þér að svindla af og til,“ segir hún.

Emma deildi einnig myndinni á Instagram og sagðist ekki hafa áttað sig á hversu langt hún væri komin fyrr en hún sá gömlu myndina af sér.

Hún gefur öðrum ráð að taka fyrir og eftir myndir til að fylgjast með árangrinum.

„Besta leiðin til að fylgjast með árangrinum er 1000 prósent að taka fyrir og eftir myndir. Það hjálpar mér að hvetja mig áfram þegar það eina sem ég vill gera á veturna er að borða súkkulaði/snakk/pítsu/kínverskan mat,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B7q2MP1H8Y6/?utm_source=ig_embed

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.