fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Sigga Dögg í þungum þönkum yfir nýrri vöru: „Ég fer að hugsa um af hverju píkur eiga endalaust að taka við brundi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sönn saga – þetta er raunveruleg vara. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur um nýja vöru í færslu á Facebook.

Um er að ræða svamp sem er hugsaður til hreinsunar á brundi úr leggöngum eftir samfarir. Sigga Dögg deilir mynd af svampinum og sínum hugleiðingum um þetta litla apparat.

„Á einn bóginn þá finnst mér mjög sniðugt að fá einhverja græja til að losna við brundið (sem getur verið ansi hvimleitt) en á hinn bóginn er þetta svakalega óumhverfisvænt og mér finnst algerlega galið að framleiða slíka vöru árið 2020,“ segir Sigga Dögg.

„Svo fer ég líka að hugsa um af hverju píkur eiga endalaust að taka við brundi og svo að sjá um að fjarlægja það. Það er eitthvað svakalega stuðandi þarna. Sérstaklega í ljósi þess að brund getur verið mjög ertandi fyrir píkuna en það er sjaldan talað um það. Það er bara eins og fólk haldi að það sé eitt af hlutverkum legganga að taka við brundi og því veseni sem því fylgir.“

Hún segist óttast að fólk haldi að svampurinn komi í veg fyrir getnað og kynsjúkdóma.

„Eða jafnvel að manni yrði rétt þetta eftir samfarir og maður beðinn vinsamlegast um að þrífa sig svo ekki leki í rúmið.“

Sigga Dögg segir að það sem stuðar hana örugglega mest við svampinn sé umhverfisspor hans.

„Ef þetta væri fjölnota þá væri ég meira on board… held ég.“

Hvað segja lesendur, hvað finnst ykkur um svampinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.