fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Tennisstjarna missti 53 kíló á 18 mánuðum – Svona fór hún að því

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 3. janúar 2020 11:00

Jelena hefur misst 53 kíló á einu og hálfu ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum tennisstjarnan Jelena Dokic segir frá því hvernig henni tókst að missa 53 kíló á aðeins átján mánuðum.

Jelena hætti í tennis árið 2014. Hún er nú aftur komin í sömu þyngd og hún var þegar hún var að keppa í tennis, 67 kíló.

Hún segist ekki lengur þurfa að eyða dögum sínum í „felum“ heima hjá sér því hún „vildi ekki fara út úr húsi.“

Jelena deilir fyrir og eftir mynd á Instagram síðu sinni.

„Þetta hefur verið aldeilis ferðalag fyrir mig síðustu átján mánuði,“ skrifar hún í færslunni.

„Ég hef verið mjög opin um þyngdarerfiðleika mína og hef ákveðið að fara yfir þetta ferli opinberlega. Það var ekki alltaf auðvelt en ekkert sem er einhvers virði er auðvelt. Fyrsta skrefið var erfiðast.“

Jelena segist hafa átt sína slæmu daga þar sem hún trúði ekki að hún gæti orðið heilbrigðari og komið sér í betra form.

„Ég er svo ánægð að segja að núna, átján mánuðum seinna, er ég 53 kílóum léttari og það sem er enn merkilegra þá hef ég misst 31 kíló síðustu 12 mánuði.“ Hún missti 22 kíló fyrsta hálfa árið. Hún segir að það hafi verið erfitt að ná síðustu 30 kílóunum af sér.

„Þessi síðustu 30 kíló voru erfið,“ segir hún.

Jelena þakkar þyngdartapsprógramminu Jenny Craig fyrir hjálpina.

„Það er auðvelt að fylgja prógramminu þeirra. Maturinn er ljúffengur og maður fær ótrúlegan stuðning og ráð. Ég hef farið frá því að hafa ekkert sjálfstraust og fela mig heima, ekki viljað fara út úr húsi, í það að virkilega njóta lífsins.“

Íþróttastjarnan er spennt fyrir komandi tímum og vill halda áfram að fylgja heilbrigðum lífsstíl. Hún vonast til að hennar saga verði öðrum innblástur, sama hver markmið þeirra eru.

„Þú getur það, láttu vaða.“

https://www.instagram.com/p/B6zw6N8p271/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Var sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni í skemmtiferð embættis forseta Íslands – Vill nú bætur en vantar gögn

Var sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni í skemmtiferð embættis forseta Íslands – Vill nú bætur en vantar gögn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.