fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Konurnar í lífi Bradley Cooper

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 21:00

Bradley og konurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband leikarans Bradley Cooper og söngkonunnar Lady Gaga hefur verið mikið á milli tannanna á fólki, en þau áttu stórleik saman í kvikmyndinni A Star is Born. Aðdáendur stjarnanna telja víst að þau séu ástfangin, en Bradley er hins vegar á rammföstu.

Bleikt ákvað að kafa aðeins ofan í ástarferil leikarans, sökum þess hve umdeildur hann er þessa dagana.

Irina Shayk

Bradley byrjaði með rússnesku fyrirsætunni árið 2015 og eignuðust þau saman dótturina Lea De Seine í mars árið 2017.

„Að eignast fjölskyldu breytti öllu,“ sagði Bradley í viðtali við Opruh fyrir stuttu. „Dóttir okkar er ótrúleg. Og ég sé föður minn oft í henni.“

Sögusagnir um að Bradley og Irina séu að undirbúa brúðkaup hafa farið á kreik en þau hafa ekki staðfest hvort þau séu trúlofuð eða á brúðkaupsbuxunum.

Bradley og Irina.

Suki Waterhouse

Bradley var nýhættur með fyrirsætunni Suki Waterhouse þegar hann byrjaði með Irinu, en hann og Suki byrjuðu saman í mars árið 2013. Þau flögguðu sambandi sínu lítið, en sáust nokkrum sinnum saman opinberlega, til dæmis á SAG-verðlaununum og í kvöldverðinum í Hvíta húsinu.

Suki og Bradley.

Zoe Saldana

Leikkonan Zoe Saldana hætti með kærasta sínum til ellefu ára, frumkvöðlinum Keith Britton, seint árið 2011. Í janúar árið 2012 fóru sögusagnir á kreik um að hún væri byrjuð með Bradley. Þau hættu hins vegar saman snemma árs 2013 og Zoe gekk að eiga Marco Perego í september sama ár.

Bradley og Zoe.

Renee Zellweger

Leikkonan og leikarinn felldu hugi saman árið 2009 eftir að þau kynntust á setti myndarinnar Case 39. Þau staðfestu aldrei sambandið opinberlega en Bradley talaði afar vel um hana í viðtali árið 2010.

„Ég get ekki sagt nógu falleg orð um hana. Ég bara elska hana. Ég elskaði að mæta í vinnuna. Ég elska að leika með henni. Ég get lært svo mikið af henni.“

Renee og Bradley fluttu inn saman í september árið 2010 en hættu saman í mars árið eftir.

Bradley og Renee.

Jennifer Esposito

Bradley kvæntist leikkonunni Jennifer Esposito árið 2006 en ári síðar voru þau skilin. Jennifer minnist á fyrrverandi maka í æviminningum sínum, sem margir telja að sé Bradley, og segir hann vera afar stjórnsaman.

„Hann var fyndinn, klár, rogginn og stjórnsamur,“ skrifar hún. „Mér fannst hann ekkert sérstaklega aðlaðandi en taldi að ég gæti haft gaman að húmornum hans og vitleysunni um stund.“

Jennifer og Bradley.

Jennifer Lawrence

Hin Jenniferin í lífinu hans Bradley er leikkonan Jennifer Lawrence, en þau hafa leikið saman í myndunum American Hustle, Joy, Serena og Silver Linings Playbook. Þau hafa verið góðir vinir um árabil, en aldrei hefur verið staðfest hvort þau hafi verið meira en bara vinir.

Bradley og Jennifer.

Lady Gaga

Það þarf líklegast ekki að fjölyrða um samband Bradley og Lady Gaga, en þeir sem vilja lesa allan sannleikann um samband þeirra geta smellt hér.

Bradley og Lady Gaga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum
Nína Richter skrifar: Óvinir!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.