fbpx
Föstudagur 12.september 2025

Spáði Lady Gaga fyrir sambandsslitunum?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 14:00

Búið spil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Bleikt sagði frá í morgun hafa Lady Gaga og Christian Carino slitið trúlofun sinni. Nú bendir vefmiðillinn Us Magazine á að Lafðin hafi hugsanlega spáð fyrir sambandsslitunum óafvitandi.

„Það er dimmur dagur þegar ég skemmti á Ofurskálinni og er svo spennt yfir því en get ekki annað en fattað að þegar ég seldi tíu milljónir platna missti ég Matt [Williams]. Ég seldi þrjátíu milljónir og missti Luc [Carl]. Ég fékk hlutverk í kvikmyndinni [A Star is Born] og ég missti Taylor [Kinney],“ segir Lady Gaga í heimildarmyndinni Gaga: Five Foot Two sem má finna á Netflix.

Poppstjarnan var í sambandi með Matt árin 2008 til 2010, deitaði Luc seint á árinu 2010 og byrjaði síðan með Taylor árið 2011. Hún trúlofaðist hinum síðastnefnda árið 2015, en þau slitu henni rúmlega ári síðar.

Nú hefur flosnað upp úr sambandi Lafðinnar við fyrrnefndan Christian, rétt fyrir Óskarsverðlaunin þar sem hún gæti nælt sér í styttu fyrir bestan leik í A Star is Born, en hún hefur nú þegar hlotið fjölda tilnefninga og lof fyrir frammistöðu sína. Þá hefur tónlistin í laginu fengið ýmiss verðlaun, þar á meðal á BAFTA og Golden Globe, en Lafðin er skráð fyrir tónlistinni ásamt öðrum.

Það virðist því vera að þegar allt gangi í haginn hjá Lady Gaga í vinnunni líði ástarmálin fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.