fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021

Stjörnuspá vikunnar: Óvæntur gestur setur sinn svip á heimilislífið og það á góðan hátt

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 8. – 14. desember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú hefur leyft þér að dreyma stórt allt þetta ár en eitthvað hefur vantað upp á framkvæmdina. Það er lítið eftir af árinu, aðeins nokkrar dagar og þú ákveður að enda það með stæl. Þú grefur upp markmiðabókina þína og skráir niður nákvæmlega hvað þú ætlar að gera síðustu daga ársins 2019 og hvernig þú ætlar að hefja 2020 með hvelli.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú hefur haldið þig pínulítið til hlés undanfarið og þú virðist ekki fullkomlega átta þig á þínum stað í þessum heimi um þessar mundir. Þú færð gleðilegar fréttir í vikunni og byrjar algjörlega óvænt að skipuleggja langt og skemmtilegt ferðalag. Þetta ferðalag á eftir að endurnæra þig en það er samt ekki alveg á næsta leiti.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það er ekki oft sem hægt er að segja að tvíburi sé í jafnvægi en þú ert svo sannarlega í ágætu jafnvægi um þessar mundir. Þú uppgötvar að hamingja þín stendur og fellur með þér og þú ætlar ekki að leyfa neinum að draga þig niður. Óvæntur gestur setur sinn svip á heimilislífið og það á góðan hátt.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Það eru miklar breytingar í lífi þínu um þessar mundir, bæði veraldlegar og andlegar. Tilfinningalíf þitt blómstrar nú um stundir og mun það verða vel nært af ást og hamingju langt fram á næsta ár, og jafnvel enn lengur ef þú heldur rétt á spilunum. Þetta er mikill umbrotatími en allar breytingar jákvæðar.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Það umlykur þig mikil bjartsýni um þessar mundir. Ef þú hefur verið að hugsa um að gera stórtækar breytingar á lífi þínu, hvort sem varðar heilsuna, einkalífið eða vinnuna, þá kemur þú þessum breytingum af stað, því með jákvæðu hugarfari er allt mögulegt og ekkert verkefni of stórt.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Það er mikið að gerast í þínu lífinu núna. Fram til áramóta hrynja tækifærin til þín eitt af öðru. Þú ert alveg á haus en verður að dusta rykið af gleraugunum og skoða þessi tækifæri vandlega. Kannski er nefnilega kominn tími til að breyta til og hefja nýja árið á nýjum stað. Hver veit? Líklegast bara þú.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Það er spennandi viðskiptatækifæri í vændum sem heillar þig og gæti krafist þess að þú tækir þér hlé frá hversdagslífinu og legðir land undir fót. Þá er einnig önnur ferð í kortunum hjá þér en sú ferð tengist heimsókn til vinar sem þarf á þinni hjálp að halda. Þessi aðstoð er í formi stuðnings – ekki peninga.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú ert hreint út sagt uppgefin/n og þarft að komast í langt frí – lengra en jólafríið er. Þú skalt eyða nokkrum af frídögunum þínum í að ná að slaka almennilega á á næstunni, áður en þú brennur út. Það er nefnilega svo magnað að þegar maður slakar á þá fær maður aukinn kraft.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það hefur verið gengið hart að þér síðustu vikur og þú ert komin/n að þolmörkum. Hins vegar verður glatt á hjalla hjá þér þessi jól, því annir síðustu vikna hafa gefið vel í aðra hönd og þú nærð að gera vel við þig og þína í mat og drykk. Njóttu þess á meðan það varir og mundu að finna tíma fyrir sjálfa/n þig.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Nú þarft þú að búa þig undir algjörlega æðislega viku elsku steingeit. Það er allt að gerast í kringum þig og þú laðar að þig yndislegt fólk. Einhleypar steingeitur geta átt von á að verða ástfangnar sem aldrei fyrr og það á mjög hvatvísan hátt, sem er algjörlega út úr karakter. En stundum er bara gott að fara út úr boxinu.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú ákveður að lækka þig um einn gír og endurmeta hvar þú stendur, enda nálgast áramótin óðfluga. Svo virðist sem þú sért að fara að skipta um vinnu eða demba þér í nám. Þú ert allavega að íhuga það alvarlega og virðist sem þú hefjir nýja árið á nýjum áherslum og í nýju umhverfi.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú hefur eytt mikilli orku þetta árið í að klífa metorðastigann. Þú hefur lagt hart að þér og finnst eins og vinnan ætti að vera búin að bera ávöxt. Sú er þau ekki raunin og eru það mikil vonbrigði. Ekki festast í volæði og depurð. Það er heill heimur að bíða eftir þér ef þú opnar hjarta þitt.

Afmælisbörn vikunnar

8. desember – Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður, 73 ára
9. desember – Ævar Þór Benediktsson listamaður, 35 ára
10. desember – Sigga Dögg kynfræðingur, 37 ára
11. desember – Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona, 44 ára
12. desember – Eygló Harðardóttir, fyrrverandi stjórnmálakona, 47 ára
13. desember – Guðmundur Torfason knattspyrnukappi, 58 ára
14. desember – Guðmundur Ólafsson leikari, 68 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að þetta séu stöðurnar tvær sem Solskjær þarf að styrkja

Segir að þetta séu stöðurnar tvær sem Solskjær þarf að styrkja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjö félög vilja Lingard í janúar – Solskjær vill helst halda honum

Sjö félög vilja Lingard í janúar – Solskjær vill helst halda honum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.