fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Íslenskur skólastjóri opnar sig – Hefur stundað kynlíf daglega frá árinu 2008: „Ég er búin að upp­lifa fullt af mis­munandi full­nægingum“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. desember 2019 15:10

Mynd: Pixabay / Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mathilda Gregorsdóttir, skólastýra Evolvia og markþjálfi, opnaði sig um kynlífsvenjur sínar í sjónvarpsþættinum Undir yfirborðinu sem sýndur er á Hringbraut. Í þættinum segir hún frá því þegar hún og eiginmaður hennar tóku sameiginlega ákvörðun um það að leggja áherslu á kynlífið sitt og stunda það daglega. Mathilda og eiginmaður hennar tóku þessa ákvörðun fyrir árið 2008, þau hafa því stundað kynlíf saman í um 4000 daga í röð.

„Ég og maðurinn minn höfum verið gift núna í 25 ár og fyrir 11 árum síðan síðan kemur hann með grein sem mælir með því að stunda kyn­líf dag­lega,“ segir Mathilda í viðtalinu á Hringbraut en þetta hefur haft jákvæð á sambandið þeirra að sögn Mathildu. „Ég er búin að upp­lifa fullt af mis­munandi full­nægingum á mis­munandi hátt og geng um í ein­hvers­konar al­sælu eftir það.“ Hún segir að þarna hafi hún fundið hversu opinn líkaminn getur verið og í kjölfarið hafi hún upp­lifað alls­herja­runað (e. full body orga­sm) og það oft.

Mathilda Gregorsdóttir / Skjáskot úr þættinum Undir yfirborðinu

Mathilda segir að nánd þeirra hjónanna hafi aukist með þessu aukna kynlífi og að nú sé hún í fullu fjöri alla daga vegna þess. Þá segir hún kynlífið einnig vera góða leið til að takast á við vandamál sem koma upp milli þeirra. „Þegar við erum í fýlu út í hvort annað þá þurfum að leysa úr því til að geta stundað kyn­líf.“

Í kjölfarið á þessu aukna kynlífi byrjaði Mathilda að upplifa fullt af nýjum hlutum. Þá varð hún að tala um það við einhvern en það var þá sem hún kynntist ISTA eða International School of Temple Arts. Sýn ISTA er sú að heimurinn verði þannig að manneskjur geti átt friðsamlegt, unaðslegt, blygðunarlaust, óttalaust og ástríkt samband við líkamann sinn, kynverundina, tilfinningarnar, hjartað, hugann og andann. Mathilda fór á námskeið hjá ISTA þar sem hún segist hafa lært mikið en hún byrjaði síðan að kenna svona námskeið sjálf. „Það er unnið með líkamann, til­finninga líkamann og and­lega líkamann.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heildi sinni á vef Hringbrautar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.