fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Áætlun móður til að hjálpa syni sínum að sofna mistókst stórkostlega

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 22. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefn barna getur verið hið mesta vesen og eru foreldrar sífellt að prófa ný ráð í leit að lausn. Ein móðir hélt hún væri með alveg skothelt plan til að hjálpa barninu sínu að sofna, en það mistókst alveg svona stórkostlega.

Ilarni Clark var vön að leyfa syni sínum, Harry sem er 14 mánaða, að fikta í hári sínu á meðan hann sofnaði. En því eldri sem hann varð, því harðhentari varð hann og fékk hún hausverk í kjölfarið.

Hún leitaði ráða á samfélagsmiðlum og hafði hárgreiðslunemi samband við hana. Hún sagðist eiga auka dúkkuhaus sem væri með svipað hár og Ilarni.

Hljómar eins og fullkomin hugmynd? Já og þetta virkaði heldur betur svona vel. Drengurinn sofnaði við að fikta í hári dúkkuhaussins. En hann varð fljótt háður honum og fer núna hvergi án hans. Hann sefur ekki, borðar ekki né fer út úr húsi án þess að dúkkuhausinn sé með í för.

„Hann varð mjög fljótt hrifinn af dúkkuhausnum. Gjörsamlega elskar hann. En svo urðu hlutirnir skrýtnir,“ segir Ilarni við LadBible.

„Upp í rúmi er það ég, maðurinn minn, sonur okkar og dúkkuhausinn. Ég hef oft vaknað á næturnar og brugðið alveg svakalega,“ segir hún.

„Fyrstu næturnar sem dúkkuhausinn var upp í hjá okkur vaknaði ég öskrandi: „Það er einhver upp í rúmi!“ Við gerðum það bæði, ég og maðurinn minn.“

Harry litli fer nú með dúkkuhausinn með sér út um allt og það virðist ekki fara að hætta neitt á næstunni.

Nú eru góð ráð dýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður