fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021

Svona komst hún að því að eiginmaðurinn hélt fram hjá henni: „Ég hljóma eins og klikkuð tík, en þetta virkaði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 13:45

Jess. Mynd: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jess er 28 ára áhrifavaldur á YouTube. Hún hefur verið gift tvisvar sinnum og á fimm börn. Hún hefur verið á YouTube í áratug og er með yfir milljón áskrifendur á YouTube-rásinni JesssFam, sem snýst um fjölskyldulíf hennar, og 155 þúsund fylgjendur á JustJesss rásinni, sem fjallar mestmegnis um hana.

Í nýlegu myndbandi segir hún frá því hvernig hún komst að því að fyrrverandi eiginmaður hennar var að halda fram hjá henni. Þetta gerðist árið 2011 þegar hún var átján ára, átti eins árs gamalt barn, var ólétt af tvíburum og nýgift.

11.11.11

Jess og fyrrverandi maðurinn hennar giftust þann 11. nóvember 2011. Hún komst að því að hann væri að halda fram hjá henni þann 7. desember 2011. Svona komst hún að því.

„Ég tók eftir mörgum skrýtnum viðvörunarmerkjum um viku áður en ég komst að framhjáhaldinu. Hann var mjög skrýtinn varðandi símann sinn og hvenær ég mátti sjá hann,“ segir hún og útskýrir hvernig hann skildi stundum símann sinn eftir á glámbekk og svo á öðrum tímum var hann mjög harður á því að hafa hann í vasanum. Tók símann úr vasanum, sendi skilaboð og svo aftur í vasann. „Svona litlir hlutir eins og þetta. Stelpur, ekki láta viðvörunarmerkin fara fram hjá ykkur,“ segir hún.

„Það eru komin átta ár síðan, þetta er áður en allir áttu iPhone. Hvorugt okkar átti iPhone, og það er gott því forritið sem ég notaði myndi ekki nota á iPhone. Það er mjög furðulegt hvernig þetta gekk upp. Ég vildi ekki viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér, sérstaklega þar sem ég var nýgift og ólétt af tvíburum. Ég held ég hafi verið að skýla mér frá raunveruleikanum með því að láta eins og ekkert væri að gerast.“

Jess var viss um að maðurinn hennar væri að senda hjákonu sinni skilaboð. En hann eyddi jafnóðum skilaboðunum eða leyfði henni ekki að skoða símann. Hún leitaði á Google hvort það væri einhver möguleiki að sjá smáskilaboð hjá fólki. „Þá kom upp þessi vefsíða sem hét spybubble.com,“ segir hún.

Njósnaforrit

„Af einhverri ástæðu ákvað ég að slá til. En þessi vefsíða hélt því fram að hún gæti lesið smáskilaboð, séð yfirlit símtala og klukkan hvað allt gerðist, og á hverjum 15 mínútum tók síðan upp um mínútu af hljóði. Það tók myndir á hverjum fimm mínútum. Þetta var örugglega ólöglegt,“ segir hún.

„Ég hljóma eins og klikkuð tík, en þetta virkaði.“

Hún útskýrir hvernig hún setti forritið upp í símanum hans, án þess að hann tæki eftir því.

„Næsta skref var að bíða eftir því að eitthvað færi að gerast,“ segir Jess og tekur það fram að henni finnst hún ekki hafa gert neitt rangt. „Ef þú hefur ekkert að fela, hverju skiptir það?“

Hún setti upp forritið í símann hans um morguninn og fór svo í skólann. Fimmtán mínútum eftir að hún mætti í skólann byrjaði hún að sjá skilaboðin sem hann var að senda.

„Um leið og ég las skilaboðin vissi ég að hann væri að halda fram hjá mér,“ segir hún.

Beið eftir réttu augnabliki

Jess ákvað að segja ekki neitt strax, og eftir að skilaboðin urðu grófari fékk hún vinkonu sína til að hjálpa sér. Henni langaði að góma hann í miðjum klíðum, því hún segir hann vera mjög stjórnsaman og geta talað sig auðveldlega úr erfiðum aðstæðum. En ef hann væri gripinn glóðvolgur þá gæti hann ekki neitað fyrir framhjáhaldið.

„Ég var svo hrædd. Ég er ekki hrifin af ágreiningi og var mjög stressuð. Ég sendi skilaboð á vinkonu mína og spurði hvort hún vildi koma með, og hún var til. Við fórum á hennar bíl og vorum fljótt komnar heim,“ segir Jess.

Hún lýsir atburðarásinni.

„Um leið og ég opna hurðina sé ég hann. Hann stóð með buxurnar á hælunum og var að girða upp um sig nærbuxurnar. Þegar hann sá mig var hann svo hissa. Ég mun aldrei gleyma svipnum hans. Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Hérna, þetta er frænka mín, þú hefur hitt hana.“ Frænka hans… Hann var ekki að ljúga. Þetta var frænka hans,“ segir Jess.

Hún segir frænkuna ekki hafa verið blóðskylda honum, en frænka hans samt sem áður. „Hún kom í brúðkaupið okkar, ég held ég þurfi ekki að segja meira. Á þessum tímapunkti sagði ég: „Ég veit hver þú ert, komdu þér út úr húsinu mínu.“ Hún stökk af stað og var komin út á núll einni.“

Jess segir að maðurinn hennar hafi reynt að láta eins og ekkert væri. En hún sagði honum að koma sér út.

„Ég sagði að ég vissi hvað hann hefði gert, að ég hefði séð skilaboðin […] Hann horfði á mig, tók giftingahringinn af sér og rétti mér. Við töluðum ekki saman aftur fyrr en þremur mánuðum seinna. Rétt áður en tvíburarnir fæddust,“ segir Jess.

„Það er eitt að það sé haldið fram hjá manni, það er annað þegar maður er óléttur af börnum manneskjunnar […] Þetta var erfitt. Þetta var örugglega erfiðasta tímabil ævi minnar, tilfinningalega séð.“

Horfðu á hana segja söguna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Bólusetningum í Bandaríkjunum fer fækkandi – Stór hópur er hikandi

Bólusetningum í Bandaríkjunum fer fækkandi – Stór hópur er hikandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Verður afrek Rooney að engu?

Verður afrek Rooney að engu?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pepsi-Max kvenna: Íslandsmeistararnir töpuðu stórt í Eyjum

Pepsi-Max kvenna: Íslandsmeistararnir töpuðu stórt í Eyjum
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Nafnlaust kynlíf á flugvallarklósetti markaði upphaf stjörnusambandsins

Nafnlaust kynlíf á flugvallarklósetti markaði upphaf stjörnusambandsins