fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Blómey Ósk lét drauminn rætast: Ár á milli mynda – Svona fór hún að þessu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 12:30

Blómey Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blómey Ósk Karlsdóttir átti sér draum að taka þátt í fitness. Eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn ákvað hún að slá til. Hún keppti á sínu fyrsta fitness móti þann 9. nóvember síðastliðinn og er hvergi hætt. Við ræddum við Blómey Ósk um hvað hún gerði og hvaða ráð hún gefur öðrum.

„Að keppa í fitness hafði verið draumur í mörg ár en ég hafði bara ekki komið mér í það. Svo var ég að vinna í sjálfri mér eftir að hafa átt fyrsta barnið mitt. Ég skráði mig í einkaþjálfun og þjálfarinn minn spurði hvort ég væri með eitthvað markmið. Akkúrat á þeim tímapunkti sagði ég að mig langaði að keppa í fitness í nóvember á næsta ári,“ segir Blómey Ósk.

Mynd: Blómey Ósk
Mynd: Blómey Ósk

Það var fyrir tæplega ári síðan. En hvað gerði hún eiginlega til að koma sér í hörkuform á aðeins ári.

„Mjög stór partur af þessu er mataræðið og líka það að vera ákveðinn í því sem maður ætlar að gera. Ég borðaði rosalega venjulega fyrstu mánuðina af þessu, engar öfgar. En þegar nær dró að keppni þá þarf maður auðvitað að passa sig betur,“ segir Blómey Ósk.

„Ég minnkaði allt nammi, gos, snakk og tók nánast út öll kolvetni. Ég prófaði ketó í þrjá mánuði og fylgdi síðan lágkolvetnamataræði. Í niðurskurðinum, sem var yfir síðustu tíu vikurnar fyrir mót, fylgdi ég mjög ströngu lágkolvetnamataræði.“

Hún bætir við að henni hafi liðið mjög vel á ketó og LKL. En síðustu vikurnar fyrir mót reyndust henni mjög erfiðar að sökum kolvetnaskorts.  Aðspurð hvort það hafi verið erfitt að æfa á ketó eða LKL segir Blómey það vera mjög einstaklingsbundið. „Maður verður auðvitað aðeins orkuminni þegar nær dregur að keppni en mér gekk allavega rosalega vel, mér leið vel.“

https://www.instagram.com/p/B2ccH-qgw8p/

Blómey keppti í tiltölulega nýjum flokk, Wellness kvenna, á bikarmóti IFBB síðustu helgi. „Þetta er milliflokkur, milli bikiní og fitness,“ segir hún.

„Ég stefni næst á Íslandsmótið hjá IFBB á Íslandi um páskana á næsta ári.“

Við spurðum Blómey Ósk hvort hún hefði einhver ráð til þeirra sem vilja feta í hennar spor.

„Það er rosalega gott að hafa þjálfara í horninu hjá sér. Bæði því hann hjálpar manni með mikið sem maður veit ekki. En hann er líka kletturinn á bak við mann og það er svo gott að vita að einhver hafi trú á manni. Fyrst og fremst af öllu þarf maður að hafa trú á sjálfum sér að maður geti það,“ segir Blómey.

Þú getur fylgst með Blómey Ósk á Instagram @blomalfur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breiðablik í pottinum á morgun

Breiðablik í pottinum á morgun
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tók fram úr David Beckham í gær

Tók fram úr David Beckham í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.