fbpx
Laugardagur 19.september 2020

Ástrós um lífið sem ekkja: „Hvenær má fara aftur á deit? Hvenær má fara út á lífið?“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 28. október 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Rut Sigurðardóttir missti eiginmann sinn, Bjarka Má Sigvaldason, eftir langa baráttu við krabbamein. Bjarki var einungis 32 ára er hann lést, en saman áttu hann og Ástrós eina unga dóttur.

Í kvöld verður birt viðtal við Ástrós í Íslandi í dag, á Stöð 2. Þar mun hún meðal annars ræða um framhaldið og lífið eftir andlát eiginmannsins.

Ástrós birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hún fjallaði um viðtalið.

„Ég er bæði stressuð og stolt. Venjulega væri ég pollróleg en við Sindri ræddum viðkvæma og persónulega hluti sem eru kannski ekki ræddir dagsdaglega, hvað þá fyrir framan alþjóð. Hlutir eins og hvernig sambandið okkar Bjarka var, síðustu dagarnir í hans lífi en ég rétt náði til hans áður en hann kvaddi.“

Ástrós ræddi einnig tilbúnar reglur varðandi það hvenær maður mætti byrja að hitta annað fólk, eftir andlát maka.

„Svo ræddum við hvernig mín sýn er á framhaldið og þessi ekkju og ekkla code.. hvenær má fara aftur á deit? Hvenær má fara út á lífið? Og af hverju erum við að búa til þessar reglur? Af hverju höldum við að samfélagið dæmi okkur ef við reynum að halda áfram lífinu?“

„Það er rosalega ruglandi að vera ekkja/ekkill og maður á það til að ofhugsa hluti því maður er stanslaust að taka tillit til annarra.“

Ástrós segir að nú sé rétti tíminn til að taka tillit til sjálfs sín. Hún segir mikilvægt að maður hætti ekki að lifa lífinu.

„Í dag ætla ég að breyta þessu og byrja að taka tillit til mín og gera það sem mig langar að gera. Gera nákvæmlega það sem gerir mig hamingjusama.“

„Ef það er einhvern tímann tími til að vera sjálfselskur as in elska sjálfan sig og setja sig í forgang, þá er tíminn akkúrat núna. Ég ætla ekki að hætta að lifa lífinu því Bjarki hefði ekki tekið það í mál. Ef einhver vill virkilega að ég standi upp og haldi áfram þá er það hann. Ég finn fyrir honum í kringum mig og í hjartanu mínu þar sem hann vill bara það allra besta fyrir okkur mæðgur. Við munum nefnilega alltaf eiga þessi 15 ár sem við þekktumst og elskuðum hvort annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bogi er auðmjúkur og stoltur: Hlutafjárútboð Icelandair virðist hafa heppnast frábærlega

Bogi er auðmjúkur og stoltur: Hlutafjárútboð Icelandair virðist hafa heppnast frábærlega
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli

Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komu að tómum kofa þegar þeir vildu fá pening vegna James

Komu að tómum kofa þegar þeir vildu fá pening vegna James
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum
Tyrklandsför Spanó
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta staðfestir að Rúnar sé að koma – Útilokar ekki að kaupa annan markvörð

Arteta staðfestir að Rúnar sé að koma – Útilokar ekki að kaupa annan markvörð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.