fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hefur eytt rúmlega 1,5 milljónum í fegrunaraðgerðir en segir fegurðina koma að innan – Dreymir um að verða Instagram-stjarna

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 2. október 2019 11:30

Adelin Moeel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adelin Moeel, 22 ára, hefur eytt rúmlega 1,5 milljónum í fegrunaraðgerðir eins og bótox, fyllingarefni og brasilíska rassalyftingu. Hún segir fegurðina koma að innan og hennar helsta ósk er að verða Instagram-stjarna.

Adelin er frá Noregi og starfar þar sem hárgreiðslukona.

Þegar hún var yngri var henni strítt fyrir útlit sitt og það hafi náð hámarki þegar hún þyngdist hratt sem unglingur. Hún var þyngst 116,5 kg. Adelin fór í kjölfarið í róttæka megrun sem leiddi til þess að hún fékk mjög slæma átröskun. Þegar hún var átján ára var hún orðin 57 kg og borðaði aðeins 800 kaloríur á dag.

Mynd t.v.: Adelin var strítt í æsku vegna þyngdar sinnar. Mynd t.h: Þegar Adelin var mjög veik af átröskun.

Alltaf verið með útlit á heilanum

„Ég hef alltaf verið með útlit mitt á heilanum og ég var alltaf stór stelpa. Ég hef átt erfitt með þyngd mína síðan ég var barn,“ segir Adelin við The Sun.

„Þetta var mjög erfitt. Ég átti enga vini. Ég var stór stelpa, ég var feit og hávaxin. Ég var öðruvísi en önnur börn og mér leið líka þannig, krakkarnir voru líka ekki góðir við mig vegna þyngdar minnar. Mér fannst alltaf eins og það væri eitthvað að mér sem ég þurfti að breyta,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B2_gNweg3vE/

Adelin glímdi við lystarstol og lotugræði. Á sama tíma byrjaði hún að fá sér bótox og fyllingarefni. Henni tókst að sigrast á veikindum því hún var „orðin þreytt á því að gera mig veika.“ Í dag er hún um 85 kg og heilbrigð.

En ást hennar á fegrunaraðgerðum dvínaði ekki og hún hefur eytt rúmlega 1,5 milljónum í hinar ýmsu aðgerðir.

Adelin hefur látið fylla í varir sínar.

Líður vel eftir fegrunaraðgerðirnar

Adelin hefur meðal annars farið í brjóstastækkun, brasilíska rassalyftingu og látið fylla í varir sínar.

„Mér líður svo mikið betur með mig sjálfa eftir að ég hef gengist undir þessar fegrunaraðgerðir. En mér finnst eins og ég mun aldrei hætta að láta gera eitthvað við mig. Þetta er frekar ávanabindandi,“ segir hún.

„Þetta lét mig líða betur um mig sjálfa því ég þarf ekki að hafa áhyggjur af maganum mínum lengur og stór brjóst gera mig öruggari því mér finnst ég líta betur þannig út.“

Bólgin eftir aðgerð.

Vill verða Instagram-stjarna

Adelin segir að nú sé hún með það á heilanum að verða Instagram-stjarna. Hún fær mikla athygli frá karlmönnum á netinu.

„Margir strákar reyna að hafa samband við mig en ég hef ekki áhuga. Ég held að draumur minn núna er að verða toppurinn á Instagram, þannig ég hef ekki áhuga á þessum skilaboðum.“

https://www.instagram.com/p/B28_Q3wIMI-/

Hún er um þessar mundir að spá í því að selja myndir af sér á netinu til að eignast meiri pening fyrir fegrunaraðgerðir. Henni langar að fara í aðra brasilíska rassalyftingu.

„Ef þú færð ekki pening þá finnst mér sóun að tala við þá,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B2EvHdcgHXT/

Fegurðin kemur að innan

Þrátt fyrir að aðhyllast fegrunaraðgerðir þá heldur Adelin því fram að fegurðin komi að innan. Hún vill einnig vara við því að fegrunaraðgerðir geta verið ávanabindandi.

„Ég reyni að vera hamingjusöm með hvernig ég lít út núna en ég held ég muni láta laga rassinn minn aftur þegar ég á pening fyrir því. Ég reyni að hreyfa mig og borða hollt og athuga hvort mér líður betur þannig. En þetta er erfitt því ég held ég muni aldrei vera hundrað prósent hamingjusöm, sama hversu mikið ég reyni eða hvað ég læt gera við mig. Ég er mjög ánægð með það sem ég hef gert hingað til, en þetta er ávanabindandi,“ segir Adelin.

„En ég vil að þú vitir að fegurðin kemur að innan. Ef þér finnst þú falleg þá eiga aðrir eftir að sjá þig þannig líka,“ segir hún.

Hún varar aðrar stúlkur við því að leggjast undir hnífinn af röngum ástæðum. „Lífið byrjar ekki eftir aðgerð, það breytist ekkert í rauninni. Vertu bara viss um að þú sért að gera það fyrir þig sjálfa og til að láta þér sjálfri líða betur, ekki fyrir aðra,“ segir Adelin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.