fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020

Guðrún Sól niðurbrotin – Fær ekki að starfa innan lögreglunnar: „Sjúkdómurinn hefur aldrei stoppað mig í neinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. október 2019 11:30

Guðrún Sól og faðir hennar Gunnar Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Sól Gunnarsdóttir, 23 ára, hefur verið með insúlínháða sykursýki í þrettán ár. Frá barnsaldri hefur henni tekist ótrúlega vel að stjórna blóðsykrinum. Hún kom læknum í opna skjöldu með hversu góða stjórn hún hafði á sjúkdómnum þegar hún var aðeins tíu ára.

Guðrún Sól byrjaði í lögreglufræði í haust en draumur hennar tók fljótt enda þegar hún fékk þær fréttir að hún fengi ekki að starfa innan lögreglunnar vegna sjúkdóms síns.

„Ég er ótrúlega svekkt og leið yfir því að geta ekki unnið við það starf sem mig hefur dreymt um lengi,“ segir Guðrún Sól í samtali við DV.

Faðir Guðrúnar, Gunnar Þór Guðmundsson, vekur athygli á málinu á Facebook. „Að mínu mati er verið að brjóta á réttindum hennar og þeirra sem eiga við króníska sjúkdóma að ræða,“ segir hann.

„Alla hennar barnæsku gekk Guðrúnu Sól ótrúlega vel að stjórna blóðsykrinum og áttu læknarnir hennar ekki til orð hversu góða stjórn hún hafði á sjúkdómnum, enda bara 10 ára. Á unglingsárunum hjá henni komu stundum sveiflur hjá henni, sem er mjög eðlilegt á þessum aldri enda er hann viðkvæmur og með tilliti til kynþroska og hvað þá þegar þú ert með ólæknandi sjúkdóm. Nú í dag gengur henni  mun betur heldur en fyrir nokkrum árum og er allt á réttri leið,“ segir Gunnar Þór.

Guðrún Sól.

„Í haust byrjaði hún svo í lögreglufræði námi frá háskólanum á Akureyri sem hana hafði dreymt um lengi og var hún alveg ótrúlega spennt þegar hún fékk að vita að hún hefði komist inn í námið. Fyrstu mánuðirnir hafa gengið ótrúlega vel hjá henni þrátt fyrir að vera í 65% vinnu á hjúkrunarheimili með 100% námi þá nær hún einhvern veginn að púsla þessu öllu saman,“ segir Gunnar Þór.

„Í ágúst síðastliðinn sótti hún svo um að fara í þolpróf innan lögreglunnar til þess að reyna að komast inn í starfsnám hjá lögreglunni með náminu. Hún þurfti að gangast undir læknisskoðun þar sem líkamlegt ástand hennar var skoðað og kom hún bara vel út og tók læknirinn hennar að sjálfsögðu fram að hún væri sykursjúk sem að við héldum að hefði ekki nein áhrif, því jú hún getur gert nákvæmlega það sama og allir. Og tel ég að margir sykursjúklingar séu eflaust í betra jafnvægi heldur en „heilbrigðir“ einstaklingar því jú við þurfum að passa okkur mun meira,“ segir Gunnar Þór en hann er einnig sykursjúkur og hefur verið það síðastliðin 35 ár.

Guðrúnu Sól var sagt að sykursýki væri útilokandi þáttur.

„Svo fékk hún þær leiðinlegu fréttir í fyrir nokkrum dögum að það sé ALVEG útilokað að hún, sem sykursjúkur einstaklingur, geti starfað innan lögreglunnar, sem hvorki ég né hennar nánustu bara skiljum! Það er allskonar fólk sem starfar innan lögreglunnar, fólk með allskonar sjúkdóma og í mis góðu líkamlegu og andlegu ástandi, og er það bara allt í lagi? Og fyrir utan það er meðferð við sykursýki í dag orðinn svo tæknileg og mun betri heldur en fyrir 20 árum? Við bara skiljum þetta ekki og langar okkur til þess að fá svör við þessari spurningu,“ segir Gunnar Þór.

„Dóttir mín er alveg niðurbrotin og að mínu mati er verið að brjóta á réttindum hennar og þeirra sem eiga við króníska sjúkdóma að ræða. Hún er hörku dugleg, samviskusöm, heiðarleg og í mjög góðu líkamlegu formi.“

Guðrún Sól og móðir hennar, Halldóra Þorgeirsdóttir.

Vona að reglunum verði breytt

„Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu. En með þessum pistli viljum við pabbi reyna eins og við getum að þessum reglum verði breytt,“ segir Guðrún Sól.

„Sjúkdómurinn hefur aldrei stoppað mig í neinu enda búin að vera sykursjúk frá 10 ára aldri. Ég var alltaf á fullu í fótbolta og hestamennsku og ég hef  alltaf gert það sem mig langar til, en auðvitað þarf ég að passa mig og vera meðvituð um mín veikindi. Það  koma auðvitað niður sveiflur stundum en það er bara eins og með öll veikindi en þá stendur maður bara aftur upp og heldur áfram, Miklar framfarir hafa orðið og mikið auðveldara að hafa fulla stjórn á öllu í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tekur með sér Go-Pro myndavél inn á knattspyrnuvöllinn

Tekur með sér Go-Pro myndavél inn á knattspyrnuvöllinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher ráðleggur Klopp að kaupa þennan varnarmann

Carragher ráðleggur Klopp að kaupa þennan varnarmann
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfir 50 eftirskjálftar fundust

Yfir 50 eftirskjálftar fundust
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafa Íslendingar að segja um skjálftann – „Er ég bara hræðilegasta manneskja á landinu?“

Þetta hafa Íslendingar að segja um skjálftann – „Er ég bara hræðilegasta manneskja á landinu?“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hópsýking hjá liði Alberts í Hollandi

Hópsýking hjá liði Alberts í Hollandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þórólfur og Víðir látnir svara fyrir notkun persónupplýsinga – Þingmaður hefur áhyggjur af óskýrum lögum

Þórólfur og Víðir látnir svara fyrir notkun persónupplýsinga – Þingmaður hefur áhyggjur af óskýrum lögum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.