fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

10 opinberanir úr bók Demi Moore – Móðir hennar seldi aðgang að líkama hennar: „Ég hafði engan til að vernda mig“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 5. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Demi Moore gaf nýverið út sjálfsævisöguna Inside Out þar sem hún skefur ekkert af lífshlaupi sínu, hæðum og lægðum. DV kíkti á tíu opinberanir í bókinni sem gætu komið einhverjum á óvart.

Erfið æska

Demi rifjar upp sársaukafullan tíma í uppvexti sínum, þar á meðal þegar að móðir hennar, Virginia Guynes, reyndi að fremja sjálfsvíg, og það oftar en einu sinni.

„Það næsta sem ég man er að ég notaði fingurna, mína litlu barnslegu fingur, til að grafa eftir pillum sem móðir mín hafði reynt að gleypa á meðan faðir minn hélt munni hennar opnum og sagði mér hvað ég ætti að gera,“ skrifar Demi, sem var aðeins tólf ára gömul þegar þetta tiltekna atvik átti sér stað. „Eitthvað djúpt innra með mér breyttist og ég varð aldrei söm. Barnæska mín var búin.“

Nokkrum árum síðar komst Demi að því að maðurinn sem hún hélt að væri faðir hennar, Dan Guynes, var það ekki. Demi komst sjálf að þessu þegar hún fann giftingarvottorð foreldra sinna sem var dagsett ári eftir að hún fæddist. Móðir hennar tilkynnti Dan þetta á mjög dramatískan hátt.

„Móðir mín varpaði þessari sprengju um leið og við komum heim. „Demi veit þetta,“ sagði hún. Á augabragði var hún komin með drykk í aðra höndina og sígarettu í hina og virtist komast í gleðivímu út af þessu drama – og valdinu sem hún hafði til að særa hann,“ skrifar Demi en Dan yfirgaf mæðgurnar stuttu síðar.

Ung Demi Moore.

Hórumamma

Demi segir frá því í bókinni að móðir hennar hafi farið með hana á bari þegar hún var táningur. Þegar Demi var fimmtán ára kom hún heim og þá beið maður hennar þar.

„Ég er búin að loka á nákvæmlega hvað gerðist. Það sem gerðist á milli þess að ég opnaði dyrnar og ég velti fyrir mér hvort móðir mín hefði látið hann fá lykil, á milli þess sem mér leið eins og ég væri fangi á eigin heimili með manni sem var þrisvar sinnum eldri en ég og tvisvar sinnum stærri og þar til hann nauðgaði mér,“ skrifar hún. „Ég hafði engan til að vernda mig.“

Þessi maður sneri aftur á heimilið stuttu síðar til að hjálpa mæðgunum að flytja. Þá sagði hann Demi að hann hefði borgað móður hennar til að fá að nauðga henni. „Hvernig á manni að líða þegar að móðir manns selur mann fyrir fimm hundruð dollara?“

Sama um eiginkonuna

Demi giftist fyrst 1980. Það var tónlistarmaðurinn Freddy Moore sem var sá heppni, en hjónabandið entist í fimm ár. Í bókinni játar hún að sambandið hafi byrjað sem framhjáhald.

„Ég var sjálfumglaður táningur sem ólst ekki upp við að læra að hjónabandið væri heilagt,“ skrifar Demi, en hún var sextán ára þegar hún kynntist Freddy. „Ég stökk inn í líf með Freddy án þess að hafa miklar áhyggjur af eiginkonu hans, því miður.“

Í bókinni skrifar Demi enn fremur að hún hafi haldið framhjá tónlistarmanninum kvöldið áður en þau gengu í það heilaga.

Freddy og Demi Moore.

Mistök að sofa hjá Lowe

Demi fer einnig yfir gamla elskhuga í bókinni, nánar tiltekið Jon Cryer, Rob Lowe og Emilio Estevez. Leikkonan svaf hjá Two and a Half Men-leikaranum Jon Cryer þegar þau voru við tökur á No Small Affair, sem sýnd var árið 1984. Demi byrjaði að nota kókaín um svipað leyti.

„Jon féll fyrir mér í raunveruleikanum líka og hann missti sveindóminn með mér þegar við lékum í þessari mynd,“ skrifar hún. „Það veldur mér sársauka þegar ég hugsa um hve kaldrifjuð ég var – að ég hafi stolið einhverju sem hefði geta verið mjög mikilvæg og falleg stund frá honum.“

Demi svaf hjá Rob Lowe við tökur á St. Elmo’s Fire frá árinu 1985. Hún segir að það hafi verið mistök. Hún hefur hins vegar ekkert nema gott eitt að segja um Emilio Estevez, en þau hittust um tíma og trúlofuðu sig meira að segja.

„Í sannleika sagt var mér vel við alla meðleikara mína og er náin þeim í dag, en það er ein manneskja sem stendur upp úr og það er auðvitað Emilio,“ skrifar hún.

Emilio og Demi.

Þrjátíu daga rugl

Demi lýsir því hvernig hún komst á kókaínbragðið þegar hún var við tökur á kvikmyndinni Blame It on Rio frá árinu 1984. Leiðin lá hratt niður á við og hún varð sér út um kókaín hjá tannlækninum sínum annars vegar og viðskiptafélaga hins vegar. Hún fór í meðferð þegar stórlaxar í kvikmyndabransanum kröfðust þess, en þá var hún aðeins búin að nota kókaín í þrjátíu daga.

Átröskunin

Holdafar leikkonunnar hefur oft verið til umræðu en hún játar það í bókinni að hafa verið haldin átröskun og að það hafi byrjað þegar henni var sagt að léttast fyrir kvikmyndina About Last Night frá árinu 1986 því hún var „ekki nógu grönn til að vera aðalleikkona.“

Demi fékk þráhyggju fyrir líkamsrækt eftir að hún eignaðist sitt annað barn með Bruce Willis, dótturina Scout, árið 1991.

„Mér fannst eins og ég gæti ekki hætt að æfa,“ skrifar hún. „Það var vinnan mín að passa í herbúninginn sem ég ætti að vera í eftir tvo mánuði í A Few Good Men. Að koma mér í form fyrir þá mynd kveikti þráhyggju fyrir líkamsrækt sem myndi gleypa mig næstu fimm árin.“

Þegar að Demi lék í Striptease árið 1996 þróaði hún með sér óheilbrigt samband við mat og borðaði aðeins hálfan bolla af hafragraut, kjöt og grænmeti.

„Ef þessi þráhyggja varðandi líkama minn hljómar brjáluð þá skjátlast þér ekki: átraskanir eru brjálaðar, þetta er sjúkdómur. En það gerir þær ekki minna raunverulegar.“

Dæmt til að mistakast

Demi segir í bókinni að Bruce Willis, sem hún gekk að eiga árið 1987, hafi ekki viljað halda hjónabandinu áfram eftir að þau eignuðust eldri dóttur sína, Rumber, árið 1988.

„En Bruce vildi ekki vera maðurinn sem yfirgaf fjölskylduna sína. Hann vildi ekki gera barninu sínu það,“ skrifar hún. „Þegar hann fór til að taka upp Hudson Hawk var hjónabandið brothætt. Ég heimsótti hann einu sinni og fékk á tilfinninguna að hann væri búinn að halda framhjá mér.“

Demi og Bruce skildu síðan árið 2000.

Fyrrverandi hjónin Bruce Willis og Demi Moore.

Fallið

Leikkonan féll á vímuefnabindindinu þegar hún var gift Ashton Kutcher.

„Ashton fékk sér rauðvín þegar hann sagði: „Ég veit ekki hvort að alkóhólismi er til – ég held að þetta snúist allt um meðalhóf“,“ skrifar Demi. „Mig langaði að vera þessi stelpa. Stelpan sem gæti bara fengið sér vínglas með matnum eða tekílastaup í partíi. Ég held að Ashton hafi viljað það líka.“

Svo fór að Demi féll og drukknaði næstum því í heitum potti á 45 ára afmæli sínu árið 2007. Hún segir að Ashton hafi verið „bálreiður“ eftir það atvik, sem gerði hana ringlaða því hann „hvatti“ hana til að „fara í þessa átt“.

Missti fóstur

Hjónabandið með Ashton virðist hafa haft mest áhrif á Demi og hún segir í bókinni að hún hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og með honum. Þau byrjuðu saman árið 2003 og einu og hálfi ári síðar varð Demi ólétt, þá 42 ára. Sex mánuðum síðar missti hún fóstur en í bókinni segir hún að hún hafi átt von á stúlku með Ashton og að parið ætlaði að skíra hana Chaplin Ray.

„Mér fannst þetta klárlega vera mér að kenna. Ég hefði aldrei misst barnið ef ég hefði ekki byrjað aftur að drekka. Ég reykti enn þegar ég komst að því að ég væri ólétt og það tók mig nokkrar vikur að hætta. Ég var þjökuð af samviskubiti og sannfærð um að þetta væri mín sök,“ segir Demi.

Ashton og Demi á meðan allt lék í lyndi.

Framhjáhaldið

Demi segir að Ashton hafi stungið upp á því að fara í trekant meðan á hjónabandinu stóð.

„Við opnuðum samband okkar fyrir tveimur mismunandi manneskjum. Þetta var gott fólk en þetta voru samt mistök,“ segir hún. Demi kenndi sjálfri sér um þegar sögusagnir fóru á kreik um framhjáhald Ashtons. Stuttu eftir sjötta brúðkaupsafmælið þeirra fréttist síðan að Ashton hafði haldið framhjá í steggjun leikarans Dannys Masterson.

„Hann játaði það strax,“ skrifar Demi í bókinni. Eftir skilnaðinn árið 2011 var Demi á vondum stað en segir samt sem áður að hún sé þakklát fyrir tímann með Ashton.

„Sama hvaða sársauka við upplifðum þá gerði hann það að verkum að við gátum vaxið og orðið þær manneskjur sem við erum í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.