fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Raunveruleikastjarna segist hafa verið látin afklæðast fyrir framan fulla flugvél – Ástæðan var dónaleg áletrun

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 2. október 2019 21:00

Aubrey O'Day.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og söngkonan Aubrey O‘Day hefur ásakað flugþjón á vegum American Airlines fyrir að neyða sig til að fara úr bolnum fyrir framan farþega flugvélar.

Hún segir að flugþjóninn hafi gefið henni þann kost að fara annaðhvort úr bolnum eða yfirgefa flugvélina.

Aubrey, 35 ára, greindi frá þessu á Twitter og óskaði eftir því að flugþjóninn yrði rekinn.

„Aldrei hef ég flogið og það hefur verið komið svona fram við mig eins og ég sé lítið barn í skammakrók allt flugið, meðal annars látið mig afklæðast fyrir framan alla flugvélina því hann var ekki hrifinn af bolnum mínum og lét mig snúa honum við svo flugvélin gæti tekið af stað. ÞAÐ ÞARF AÐ REKA JAMES RUSSO,“ skrifaði hún á Twitter.

„Já ég var hneyksluð. Ég bókstaflega þurfti að vera á brjóstarhaldaranum fyrir framan alla í kringum mig til þess að vera ekki rekin úr flugvélinni. Stelpan hliðin á mér hélt uppi teppi því hún vorkenndi mér.“

Vitni að atvikinu hafa stigið fram og segja hana ekki fara rétt með staðreyndir málsins. TMZ greinir frá. Þau segja að flugþjóninn hafi boðið henni að skipta um bol í einkarými og ástæðan fyrir því að hún hafi verið látin fjarlægja bolinn var vegna áletrunarinnar „FUCK“.

Vitni segja að karlkyns starfsmaður American Airlines hafi beðið hana um að skipta um bol, en þar sem hún var ekki með aukabol til skiptanna ákvað hún að snúa bolnum við.

Flugfélagið svaraði tísti Aubrey og bað hana um að hafa samband svo hægt væri að skoða málið frekar. Aubrey hafnaði boðinu.

„Ég gaf ykkur nafnið hans. Ég hef bókstaflega engan áhuga á því að díla eitthvað við ykkur héðan í frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Var sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni í skemmtiferð embættis forseta Íslands – Vill nú bætur en vantar gögn

Var sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni í skemmtiferð embættis forseta Íslands – Vill nú bætur en vantar gögn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.