fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Fengu ekki að fara á skólaball því kjóllinn þeirra var of stuttur eða of þröngur

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. september 2019 11:16

Stelpurnar á leið á ballið. Mynd: Facebook/Carrie Vittitoe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur af kvenkyns nemendum var bannaður aðgangur að skólaballi vegna klæðnaðar síns og foreldrar þeirra eru brjálaðir.

Carrie Vittitoe frá Lousiville, Kentucky í Bandaríkjunum, fékk símtal frá 15 ára dóttur sinni kvöldið sem hún átti að fara á skólaball. Hún sagði að kennarar væru að mæla lengd kjóla stúlknanna með mælistiku og henni hafi verið meinaður aðgangur því kjóll hennar var talinn of stuttur. News.com.au greinir frá.

Stúlkan er nemandi í Eastern High School í Kentucky og var ein af tíu stúlkum sem var meinaður aðgangur að skólaballinu vegna klæðnaðar. Þrátt fyrir að vera allar búnar að borga inn á ballið.

„Mörgum var sagt að þær fengu ekki að koma inn,“ skrifaði Carrie í bloggfærslu um atvikið.

„Margir nemendur voru að ganga um bílastæðið og að bíða eftir að foreldrar þeirra myndu sækja þá, og svo sagði lögreglan þeim að þeir þyrftu að fara.“

Carrie stóð með nemendunum á gangstéttinni og beið eftir að foreldrar þeirra myndu koma því „enginn starfsmaður skólans beið með krökkunum.“

Mynd: Facebook/Carrie Vittitoe

Klæðnaður þeirra var álitinn óviðeigandi því kjólarnir voru styttri en 5 cm fyrir ofan hnéð, of þröngir eða af öðrum ástæðum.

Carrie hvatti foreldra stúlknanna til að senda skólastjóranum formlegt bréf, og hún hvatti einnig foreldra strákanna sem mættu ekki á ballið því stefnumótið þeirra komst ekki.

Hún segir reglur um klæðnað sífellt vera að breytast og að ballið hafi verið „gjörsamlega misheppnað.“

Mynd: Facebook/Carrie Vittitoe

15 ára dóttir Carrie segir að það hafi verið mikil ringulreið þegar þeim var meinaður aðgangur og sagði að henni hafi liðið „hræðilega, vandræðalega og eins og það hafi verið brotið á mér.“

„Mér verður flökurt af öllu þessu ástandi og mér er enn þá flökurt mörgum klukkustundum seinna,“ skrifaði unglingsstúlkan í bréfi til skólans.

Aðrir foreldrar hafa einnig tjáð reiði sína á atvikinu.

„Dóttir mín fékk ekki að fara á ballið í gær því kjóllinn hennar var „of stuttur.“ GJÖRSAMLEGA FÁRÁNLEGT!!!“ Skrifaði eitt foreldri á Facebook með mynd af stúlkunni í kjólnum.

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.