fbpx
Laugardagur 19.september 2020

Fyrirsæta opnar sig um verstu Tinder-stefnumótin: „Hann gaf mér hund sem hann drap síðan óvart“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. september 2019 22:00

Jodie Weston.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Jodie Weston notaði stefnumótaforritið Tinder í aðeins tvær vikur en hefur nóg af slæmum sögum að segja um karlmennina sem hún kynntist þar. Meðal annars kynntist hún karlmanni sem hún segir hafa keypt handa sér chihuahua hund og svo óvart drepið hann. J

Jodie, 26 ára, hefur komið fram í þáttunum Rich Kids Go Skind og One Eating With My Ex. Hún er hætt á Tinder eftir þrjú „hræðileg“ stefnumót og segir Mirror sögur sínar.

Fyrsta stefnumótið endaði þegar maðurinn datt af stólnum sínum.

„Hann hallaði sér fram af stólnum sínum allt kvöldið, eins mikið og hann gat, þar til hann var nánast með andlitið í brjóstaskorunni minni,“ segir Jodie.

„Ég ætlaði að koma með einhverja afsökun og fara, en þá hallaði hann sér of langt fram og datt á gólfið.“

Stefnumót númer tvö var í kvikmyndahúsi. Hún og maðurinn sem hún kynntist á Tinder ætluðu að horfa á nýjustu Purge myndina.

„Maður sem vinnur í borginni ætlaði að fara með mér í bíó að sjá nýjustu Purge myndina. Þegar við vorum að ganga inn í salinn heyrði ég konu öskra. Ég sneri mér við og sá konuna taka strikið til okkar. Eina sem ég sá var að hún var að benda og öskrandi með eitthvað glingur á fingrinum,“ segir Jodie. Þetta var eiginkona mannsins.

„Ég hefði ekki hugmynd um að hann væri giftur. Ég var bara að fá mér popp og gos, tilbúin að sjá bíómynd og var skyndilega lent á milli ótrús eiginmanns og reiðrar eiginkonu. Ég óskaði þeim góðs gengis og lét mig hverfa.“

Þriðja stefnumótið var hins vegar það versta. Jodie segir að sá maður hafi mætt heim til hennar með chihuahua hund sem gjöf til hennar.

„Andlit hans breyttist gjörsamlega og hann leit út eins og djöfullinn hefði tekið yfir sál hans þegar ég afþakkaði hundinn,“ segir Jodie og bætir við að maðurinn rauk í burtu með hundinn.

Nokkrum dögum seinna sá hún hann sitja fyrir utan íbúð sína. „Ég hélt svo sambandi við hann, ekki því ég vildi hitta hann heldur hafði ég áhyggjur af velferð hundsins. Hann hélt áfram að reyna að hitta mig og ég sagði honum að ég væri að fara í ferð að hitta fjölskyldu mína,“ segir Jodie.

„Morguninn sem ég var að fara í ferðalagið var hann skyndilega mættur fyrir utan og bauð sér sjálfum með.“

Tinder stefnumótið eyddi nokkrum dögum með fjölskyldu hennar.

„Þegar við komum aftur til London þá reyndi ég að hafa sem minnst samband við hann. Nokkrum vikum seinna sagði hann mér að hundurinn hafi dáið, líklegast því hann gaf honum ruslfæði.“

Hlutirnir versnuðu þegar maðurinn gat ekki tekið neitun.

„Eftir að hundurinn dó þá reyndi ég að slíta allt samband við hann, en hann gat ekki tekið neitun. Einn daginn kom ég heim og húsvörðurinn minn sagði mér að hann hafði sent mér risastóran bangsa,“ segir Jodie.

„Um klukkustund seinna byrjaði hann að senda mér á fullu skilaboð og spyrja hvort ég hafi fengið gjöfina og hvort ég ætlaði að fara til hans. Ég sagði honum að ég ætlaði að banna hann í byggingunni minni. Hann kom samt og sagði við mig að ef ég myndi ekki taka honum aftur þá ætlaði hann að hringja í lögregluna til að fá bangsann sinn aftur. Þetta endaði með því að honum var fylgt út úr byggingunni, án bangsans.“

Jodie hefur ákveðið að hætta að leita að ástinni á Tinder og ætlar að reyna að kynnast karlmönnum á hefðbundnari máta.

„Ég er að reyna að finna herra Jodiee og framtíðar eiginmann sem öllum stúlkum dreymir um, en ég held að ég fæddist með þá bölvun að laða að mér klikkhausa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Skammar Solskjær
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool tilkynnir kaupin á Thiago – „Augnablikið sem þið eruð öll búin að bíða eftir“

Liverpool tilkynnir kaupin á Thiago – „Augnablikið sem þið eruð öll búin að bíða eftir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.