fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Liggur í dái eftir að hafa notað andlitskrem

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

47 ára gömul kona staulaðist á bráðamóttöku í Sacramento í Kaliforníu fyrr í sumar.

Konan var þoglumælt og kvartaði undan dofa í andliti og höndum. Skömmu síðar leið yfir hana og hún féll í dá en hún hefur legið í dái vikum saman núna. Stjórnendur í heilbrigðisgeiranum hafa nú fundið það sem olli því að konan fór í þetta ástand en það var andlitskrem sem hún keypti í Mexíkó.

Fenginn var listi yfir allar þær snyrtivörur sem konan notaði og vörurnar rannsakaðar. Komist var að því að það var andlitskrem frá fyrirtækinu Pond’s sem olli þessu en kremið innihélt mikið magn af metýlkvikasilfri sem varð til þess að konan fékk kvikasilfurseitrun. Konan keypti kremið í Jalisco, sem er ríki í Mexíkó, en kremið er notað til að lýsa upp húðina auk þess sem það á að fjarlægja hrukkur og dökka bletti.

Það er eðlilegt þegar magn kvikasilfurs í lítra blóði er undir 20 míkrógrömm en í blóði konunnar var mun meira magn af kvikasilfri, 2.600 míkrógrömm í einum lítra.

Pond’s segir að fyrirtækið noti ekki kvikasilfur við framleiðslu hjá sér en kvikasilfrinu hafði verið bætt út í kremið eftir að Pond’s sendi það frá sér. Sonur konunnar sagði í samtali við CBS að móðir sín hafi notað kremið tvisvar á dag í mörg ár og hún vissi að það væri einhverju hafði verið bætt við kremið. Þess vegna notaði hún þetta krem því það virtist virka betur en aðrar svipaðar vörur.

Pond’s hefur lofað að vinna náið með söluaðilum svo hægt sé að ganga úr skugga um að ekki verði átt við neinar vörur á meðan þær fara frá verksmiðjunni og upp í hillur verslana.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.